Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 18
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
17
2. Fjórða bylgja nemur land á Íslandi (2009)
Sem fyrr segir setti Rauðsokkahreyfingin kynferðisofbeldi og önnur málefni
tengd kvenlíkamanum rækilega á dagskrá í annarri bylgju femínismans. Sú
barátta hafði í för með sér meiri umræðu í samfélaginu um slík mál en áður
en eins og Guðrún Steinþórsdóttir hefur bent á var það ekki fyrr en í kjöl-
far annarrar bylgjunnar á níunda áratug síðustu aldar sem kynferðisofbeldi
varð hluti af íslenskri þjóðfélagsumræðu.70 Í greininni „„sambýliskonur […]
í sama kroppi, í sama höfði, í sama blóði“ (2019) fjallar Guðrún um skál-
dævisöguna Dísusögu. Konuna með gulu töskuna (2013), eftir Vigdísi Gríms-
dóttur, sem segir á skáldlegan hátt frá afleiðingum nauðgunar sem Vigdís
varð fyrir sem barn. Í greininni minnir Guðrún auk þess á viðtökurnar sem
eldri skáldsaga Vigdísar fékk, Ég heiti Ísbjörg. Ég er ljón (1989). Sú bók segir
frá kynferðisofbeldi, afleiðingum og úrvinnslu þess með opinskáum hætti
og varð afar vinsæl hjá tilteknum hópi fólks en Vigdís varð jafnframt fyrir
árásum og líflátshótunum í kjölfar útgáfunnar sem sýndi að þrátt fyrir öflugt
kvennabaráttustarf fyrri ára voru sannarlega ekki allir reiðubúnir til þess að
hleypa málefninu á yfirborðið.71 Myndin af pabba. Saga Thelmu vakti einnig
gífurlegt umtal þegar hún kom út árið 2005 en þar skrifar Gerður kristný
um sögu Thelmu Ásdísardóttur og segir frá kynferðisofbeldi sem faðir
Thelmu og fleiri karlmenn beittu hana sem barn árum saman.72 Bókin vakti
mikla athygli og hlaut Gerður Blaðamannaverðlaun Íslands árið 2006 fyrir
hana. Soffía Auður Birgisdóttir hefur bent á að bókin hafi „breytt viðhorfi
og stuðlað að endurskoðun á meðferð dómsmála í málefnum kynferðisof-
beldis“73 en Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur þó sagt að fjallað
70 Guðrún Steinþórsdóttir, „„sambýliskonur [...] í sama kroppi, í sama höfði, í sama
blóði“. Um samband Dísu og Gríms í Dísusögu eftir Vigdísi Grímsdóttur“. Ritið
1/2019, bls. 41–78, hér bls. 42–44.
71 Sama heimild, bls. 42–44.
72 Alda Björk Valdimarsdóttir og Guðni elísson, „„Ég veit hvað höfuð þitt vó en þekki
ekki síðustu hugsunina. Ofbeldi, ábyrgð og femínísk fagurfræði í Drápu eftir Gerði
kristnýju“, Ritið 3/2018, bls. 1743, hér bls. 18. Alda Björk og Guðni benda jafn-
framt á að Myndin af pabba. Saga Thelmu hafi verið hluti af tíu ára tímabili Gerðar á
árunum 1994-2004 þar sem hún rannsakaði og skrifaði um ofbeldi gegn konum (bls.
18).
73 Ritdómurinn var upphaflega birtur í Morgunblaðinu árið 2005 en var endurbirtur á
Skáld.is árið 2019, þar birtast orð Soffíu Auðar sem vitnað er til. Sjá Soffía Auður
Birgisdóttir, „Myndin af pabba. Saga Thelmu“, Skáld.is, 17. mars 2019, sótt 20.
maí 2022 af https://www.skald.is/single-post/2019/03/17/myndin-af-pabba-saga-
thelmu. Sjá einnig Soffía Auður Birgisdóttir, „Myndin af pabba. Saga Thelmu“,
Morgunblaðið, 22. október 2005, bls. 28.