Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 21
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
20
2.1 Druslugangan (2011-)
Druslugangan (e. SlutWalk) er femínísk fjöldahreyfing sem á upptök sín
í Toronto í kanada. Þar mótmæltu konur ummælum lögreglumanns sem
hafði ráðlagt nemendum Háskólans í York að til að koma í veg fyrir að verða
fyrir kynferðisofbeldi ættu konur að hætta að klæða sig eins og druslur og
vísaði þannig í framangreinda fordóma. Gangan var upphaflega aðgerð til
að endurheimta og endurskilgreina orðið „drusla“.86 Á Íslandi hefur Druslu-
gangan verið gengin einu sinni á ári frá 201187 og áherslur fyrstu göngunnar
fólu að miklu leyti í sér mikilvægi þess að þolandi kenni sér ekki um of-
beldið sem hann hefur orðið fyrir. Ábyrgð ofbeldisins eigi að hvíla á herðum
gerandans og ítrekað var að klæðaburður þolanda og hegðun gilti engu í því
samhengi. Með tíð og tíma hafa áherslurnar þróast en þræðir þeirra virðast
þó liggja til þeirrar grundvallarítrekunar að þolandi kynferðisofbeldis skuli
ekki skammast sín fyrir ofbeldið sem hann varð fyrir og mikilvægi þess að
nóvember 2021, sótt af 22. maí 2022 af https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/skrekkur-
2021/32514/9m2fhu), „Strákarnir okkar“ frá Ingunnarskóla („Skrekkur 2021. Ing-
unnarskóli: Strákarnir okkar“, RÚV 8. nóvember 2021, sótt af https://www.ruv.is/
ungruv/spila/skrekkur-2021/32514/9m2fhm) og „Í skugga ofbeldis“ frá Austurbæjar-
skóla, („Skrekkur 2021. Austurbæjarskóli: Í skugga ofbeldis“, RÚV, 8. nóvember 2021,
sótt 22. maí 2022 af https://www.ruv.is/ungruv/spila/skrekkur-2021/32514/9m2fhq)
svo nokkur dæmi séu nefnd. Dansatriðið GRRRLS eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og
sautján unglingsstúlkur á aldrinum þrettán til sextán ára mætti jafnframt taka sem
annað dæmi í þessu samhengi. Titill verksins er skírskotun til Riot Grrrl, femínískrar
pönkhreyfingar frá tíunda áratugnum, og bendir til þess að verkið hverfist um hugar-
og reynsluheim unglingsstelpna (Guðrún Jóna Stefánsdóttir, „Sýningin sem kom
skemmtilega á óvart“, Vísir, 20. apríl 2017, sótt 1. mars 2019 af https://www.visir.
is/g/2017170429852). Una Barkardóttir, ein stúlknanna sem kom að verkinu, segir
að það sé tileinkað „mörgum konum í veröldinni“ sem „standa með sjálfum sér og
tala um það sem er mikilvægt“ (Una Barkardóttir, „GRRRlS“, Ég er drusla, ritstjórar
Gréta Þorkelsdóttir, Hjalti Vigfússon og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Reykjavík:
Salka, 2017, bls. 152.)
86 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 125.
87 Druslugangan var rafræn árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins og árið 2021 var
henni frestað af sömu ástæðu. Sjá kristlín Dís Ingilínardóttir, „Rafræn drusluganga“,
Frettabladid.is 13. ágúst 2020, sótt 20. desember 2021 af https://www.frettabladid.is/
lifid/rafraen-drusluganga/ og Ævar Örn Jósepsson, „Druslugöngunni frestað um
óákveðinn tíma“, RÚV 24. júlí 2021, sótt 20. desember 2021 af https://www.ruv.is/
frett/2021/07/24/druslugongunni-frestad-um-oakvedinn-tima. Hægt var að halda
gönguna að nýju sumarið 2022 og þá var hún haldin í tíunda skiptið. Þema göng-
unnar 2022 var valdaójafnvægi: „Valdaójafnvægi þema Druslugöngunnar í ár“, RÚV
23. júlí 2022, sótt 5. september 2022 af https://www.ruv.is/frett/2022/07/23/valda-
ojafnvaegi-thema-druslugongunnar-i-ar.