Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 24
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
23
undir myllumerkinu (e. hashtag) #sexdagsleikinn á Twitter, sem er afbökun á
orðinu hversdagsleiki og jafnframt bein vísun í verkefni Bates. konur birtu
hversdagslegar reynslusögur af kynjamisrétti undir þessu myllumerki.96
Margskonar facebook-hópar hafa hýst femínískar umræður síðustu ár.
Fyrsta dæmið sem nefnt er í því samhengi er hópurinn „kynlegar athuga-
semdir“ sem elín Inga Bragadóttir og Margrét Helga erlingsdóttir stofnuðu
árið 2014. Þar gat fólk deilt frásögnum af því að hafa heyrt sögu eða brand-
ara þar sem „kyn fólks var látið skipta máli í umræðum og ákvörðunum.“97
Til viðbótar við Facebook-hópa þar sem konur stilla saman strengi og ræða
femínísk málefni og femínískar aðgerðir má nefna „Aktívismi gegn nauðg-
unarmenningu“, „karlar gera merkilega hluti“ og „Femínistaspjallið.“98
Í mars 2015 hófst Brjóstabyltingin svokallaða undir myllumerkinu
#freethenipple (ísl. frelsum geirvörtuna) þar sem konur beruðu brjóst sín á
samfélagsmiðlum til þess að „gengisfella hefndarklám“99. Brjóstabyltingin
felur ef til vill í sér, rétt eins og Druslugangan, ádeilu á fegurðarímynd þar
sem fjölbreytileg brjóst ólíkra kvenna birtust á internetinu. Þannig mætti
velta fyrir sér hvort ádeilan á fegurðarímynd blandist saman við samstöðu
kvenna gegn kynferðisofbeldi. Tveimur mánuðum síðar hófst Beauty Tips-
byltingin sem átti upptök sín í samnefndum Facebook-hópi. „Beauty Tips“
er annar kvennahópur á Facebook sem upphaflega var ætlaður fyrir fegrun-
arráð, eins og nafn hans bendir til, en varð fljótlega að alhliða ráðleggingar-
svæði kvenna um allt milli himins og jarðar.100 Í Beauty tips-byltingunni
96 „#sexdagsleikinn“, Twitter, sótt 3. maí 2019 af https://twitter.com/hashtag/sexdags-
leikinn?src=hash&vertical=default.
97 Hanna Rún Sverrisdóttir, „Þreyttar á bröndurum og orðræðu sem sýna kven-
fyrirlitningu“, Vísir 10. apríl 2014, sótt 10. febrúar 2018 af https://www.visir.
is/g/2014140419935/threyttar-a%09brondurum-og-ordraedu-sem-syna-kvenfyrir-
litningu-/. Hópurinn stækkaði hratt og náði tólf þúsund meðlimum þegar honum
var lokað sama ár vegna þess að „bera fór á hatursfullum kommentum“ í umræðum
innan hópsins sem meðlimir höfðu ekki tök á að eyða út jafnharðan (Jóhann Óli
eiðsson, „kynlegum athugasemdum lokað“, Vísir 30. desember 2014, sótt 10.
febrúar 2018 af https://www.visir.is/g/2014141239969/).
98 Aktívismi gegn nauðgunarmenningu er falinn hópur en hann hefur ratað í fréttir,
einkum í tengslum við það sem kallað hefur verið seinni #MeToo-bylgjan, sem
nánar verður vikið að. Sjá til dæmis erla Hlynsdóttir, „Aktívistar gegn nauðgunar-
menningu fordæma árásir á þolendur kynbundins ofbeldis – „Það þarf kjark til að
stíga fram“, DV 7. júní 2021, sótt 21. desember 2022 af https://www.dv.is/frett-
ir/2021/05/07/aktivistar-gegn-naudgunarmenningu-fordaema-arasir-tholendur-
kynbundins-ofbeldis-thad-tharf-kjark-til-ad-stiga-fram/.
99 Sunna kristín Hilmarsdóttir, „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Vísir, 26. mars
2016, sótt af https://www.visir.is/g/2015150329212/.
100 Þess má geta að annað sambærilegt ráðleggingarsvæði varð til á Facebook sem eins