Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 26
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
25
sýndu bandarísku leikkonunum sem hófu bylgjuna stuðning og tjáðu sig um
kynferðisofbeldi og áreitni í því skyni að sýna samstöðu og varpa ljósi á út-
breiðslu kynferðislegs ofbeldis og áreitni undir myllumerkinu #MeToo eða
#Églíka.104 Ísland fór ekki varhluta af #MeToo-bylgjunni en mörghundruð
frásagnir íslenskra kvenna úr ýmsum starfsstéttum atvinnulífsins flæddu
fram á samfélagsmiðlum og til vefmiðlanna.105 Nýleg dæmi um samstöðu
íslenskra kvenna undir myllumerki #MeToo eru háværar umræður á sam-
félagsmiðlum frá vormánuðum 2021 sem hefur verið kölluð seinni #MeToo-
bylgjan á Íslandi.106 Upphaf hennar má rekja til þess þegar tvær konur ásök-
uðu fjölmiðlamanninn Sölva Tryggvason um kynferðisofbeldi og líkamsárás,
annarsvegar í mars 2021 og hinsvegar í júní 2020.107 Í kjölfarið var hann
kærður til lögreglu fyrir árásir og ofbeldi.108
Með annarri #MeToo-hreyfingu opna konur aftur á gömul sár og ný til
þess að deila upplifun sinni og sársauka með öðrum og sýna hve útbreitt
kynbundið ofbeldi er. #MeToo-bylgjan sýnir þar með að slagorð annarrar
bylgjunnar, „hið persónulega er pólitískt,“ 109 á enn við. Hér má benda á fall
kSÍ-stjórnar í lok sumars 2021 eftir ásakanir á hendur einstökum lands-
liðsmönnum í fótbolta í þessu samhengi.110 Til viðbótar má nefna Öfgar,
femínískan aðgerðahóp sem hefur látið til sín taka í þjóðfélagsumræðunni
104 „Milljónir kvenna deila #Églíka“, Mbl, 16. október 2017, sótt 10. febrúar 2018 af
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/10/16/milljonir_kvenna_deila_eg_lika/.
105 Bára Huld Beck, „Tími þagnarinnar er liðinn“, Kjarninn, 15. desember 2017, sótt 7.
janúar 2022 af https://kjarninn.is/skyring/2017-12-11-konur-islandi-segja-fra-kyn-
ferdisofbeldi-areitni-og-kynbundinni-mismunun-sogurnar-allar/.
106 Arnar Þór Ingólfsson, „Þögnin rofin á ný“, Kjarninn 8. maí 2021, sótt 30. október
2022 af https://kjarninn.is/skyring/thognin-rofin-a-ny/.
107 Freyr Gígja Gunnarsson, „Sölvi Tryggvason kærður fyrir líkamsárás“, RÚV 6. maí
2021, sótt 28. desember 2022 af https://www.ruv.is/frett/2021/05/06/solvi-tryggva-
son-kaerdur-fyrir-likamsaras.
108 karítas Ríkharðsdóttir, „enn logar Twitter“, Mbl, 8. maí 2021, sótt af https://www.
mbl.is/frettir/innlent/2021/05/08/enn_logar_twitter/. Þegar þetta er ritað er mál-
inu þó ekki enn lokið og Sölvi er aftur farinn af stað með hlaðvarpsþættina sína.
Bjarki Sigurðsson, „Sölvi Tryggvason snýr aftur með fjóra þætti“, Vísir, 10. ágúst
2022, sótt 29. ágúst 2022 af https://www.visir.is/g/20222296194d/solvi-tryggvason-
snyr-aftur-med-fjora-thaetti.
109 Sue Thornham, „Second Wave Feminism“, The Routledge Companion to Feminism
and Postfeminism, ritstjóri Sarah Gamble, london, New York: Routledge, 2001, bls.
29–42, hér bls. 30.
110 Alexander kristjánsson, „Stjórn kSÍ segir af sér“, RÚV 30. ágúst 2021, sótt 8. janúar
2022 af https://www.ruv.is/frett/2021/08/30/stjorn-ksi-segir-af-ser.