Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 27
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
26
og barist fyrir því að þolendum kynferðisofbeldis sé trúað111 og hlaðvarps-
þáttinn Eigin konur sem er í höndum eddu Falak. Þann 6. janúar 2022
ræddi edda við Vítalíu lazareva, unga konu sem sagði frá ofbeldi og áreitni
sem hún varð fyrir af hálfu fimm áhrifamikilla karlmanna úr íslensku við-
skipta- og fjölmiðlalífi. eftir viðtalið var þeim öllum ýmist gert að hverfa
úr stjórnum fyrirtækja, sögðu sjálfir upp eða fóru í leyfi. einum þeirra var á
endanum sagt upp starfi. Þetta mál hefur verið nefnt sem hugsanleg kafla-
skil og sjáanlegur árangur í baráttunni gegn kynferðisofbeldi í ljósi þess að
allir þeir menn sem tengdust því hafi þurft að mæta afleiðingum í starfi með
afgerandi hætti.112
Fjórða bylgjan sem nú er að sækja í sig veðrið virðist borin uppi af kröfu
ungra femínista um að skilað verði aftur til gerenda ýmiss konar skömm
sem konur hafa þurft að bera og í samtali þvert á kynslóðir kvenna eins og
sjá má í samstöðu í femínískum aðgerðum á borð við #þöggun, #konur-
tala, #höfumhátt og #MeToo. Að skila skömminni og ræða opinskátt um
útbreiðslu kynferðisofbeldis sem samfélagsmein í krafti samfélagsmiðla
minnir á slagorð annarrar bylgju femínismans um að hið persónulega sé
pólitískt, slagorð sem fól í sér kröfu um að samfélagið sneri sér ekki undan
þegar konum væri misþyrmt á heimilum sínum.113 Sögur kvennanna sem
tóku þátt í #MeToo-byltingunni eru til vitnisburðar um hve andstyggileg sú
111 Helga Ben, Hulda Hrund, Ninna karla, Ólöf Tara, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur
Gyða, „Takk fyrir Öfgafullt ár“, Kjarninn 29. desember 2021, sótt 8. janúar 2022 af
https://kjarninn.is/skodun/takk-fyrir-ofgafullt-ar/.
112 Það mun tíminn vissulega leiða í ljós með frekari rannsóknum, en eyja Margrét
Brynjarsdóttir, heimspekingur, hefur til dæmis sagt að þessi atburðarás virðist marka
tímamót – dagurinn sem fimmenningarnir hafi orðið frá að hverfa væri sögulegur,
viðbrögð við reynslusögum og afhjúpunum á ofbeldi virðast hafa breyst til batnaðar
og mál Vítalíu gæti þannig reynst öðrum þolendum hvatning. Árni Sæberg, „At-
burðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi“, Vísir, 7. janúar
2022, sótt 7. janúar 2022 af https://www.visir.is/g/20222205855d/at-burdir-gaer-
dagsins-marki-tima-mot-i-bar-attu-gegn-kyn-ferdis-of-beldi . Þá má velta fyrir sér
hvort þolendur kynferðisofbeldis hafi öðlast viðurkenningu á sínum sársauka, en
Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikafræðingur, hefur jafnframt bent á að þol-
endur virðast ekki ræða reynslu sína af sömu skömm og áður sem sé til marks um ár-
angur baráttunnar gegn kynferðisofbeldi síðustu ára. Nína Ricther, „Telur þolendur
ekki tala af sömu skömm og áður“, Fréttablaðið 6. janúar 2022, sótt 7. janúar 2022 af
https://www.frettabladid.is/frettir/telur-tholendur-ekki-tala-af-somu-skomm-og-
adur/?utm_medium=Social&utm_source=Facebook#echobox=1641502904.
113 Anne-Marie Mai, „litteraturens mange køn. Nordisk kvindelitteratur i de første
tiår af det 21. århundrede“, Nordisk kvindelitteraturhistorie: Over alle grænser 1990-
2015, ritstjóri Anne-Marie Mai, Odense: Syddanske Universitetsforlag, bls. 9–21,
hér bls. 13.