Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 28
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
27
reynsla er. Áðurnefndu myllumerkjaverkefni lauru Bates, Everyday Sexism,
hefur verið líkt við hópefli í anda annarrar bylgju femínisma114 og aðgerðir
á borð við Brjóstabyltinguna, broskallamyndirnar á Facebook og #MeToo
geta einnig fallið undir þann samanburð. Allt eru þetta aðgerðir sem byggja
á samstöðu kvenna á milli og ítreka kröfu þeirra um kynfrelsi og um að kyn-
ferðislegt ofbeldi og áreitni gegn þeim sé tekið alvarlega.
Sem fyrr segir er ekki fræðileg samstaða til staðar um fjórðu bylgjuna.
Irma erlingsdóttir hefur til að mynda bent á að þrátt fyrir þær aðgerðir sem
fara fram á netinu sé áhersla baráttunnar enn á einstaklingnum og því um
framhald þriðju bylgju femínismans að ræða fremur en nýja bylgju, meðal
annars vegna fjölda óformlegra bandalaga í stað skipulagðra samtaka.115 Það
má þó greina breytingar í pólitísku og félagslegu tilliti þar sem áhersla er
lögð á samstöðu í anda Rauðsokkahreyfingar annarrar bylgju. Nicola Rivers
varar við því að vanmeta þá möguleika sem samfélagsmiðlar og internet hafa
upp á að bjóða þegar kemur að femínískum rýmum, sérstaklega þegar þau
geta náð þvert yfir félagsleg, menningarleg og alþjóðleg landamæri.116 Hægt
sé að skapa blæbrigðaríka femíníska umræðu í netheimum sem hafi áhrif í
raunheimum í stjórnmála- og menningarlegu samhengi (e. online activism,
offline effect). Vel megi vera að fjórða bylgja femínismans verði þekkt fyrir að
taka slíkan femínisma upp á sína arma og verði þar með svar við andúð póst-
femínismans á pólitískri aðgerðarstefnu í þágu kynjajafnréttis, segir Rivers
– en það gæti líka gerst að fjórða bylgjan efli póstfemínismann með því að
brjóta upp stórfrásagnir (e. grand narratives) og skapa rými fyrir fjölbreyti-
legar raddir. Bók Rivers, sem hér hefur verið stuðst við að miklu leyti, kom
út um mánuði fyrir #MeToo. Hún bendir þar á að fróðlegt yrði að sjá hvort
femínistar fjórðu bylgjunnar muni nýta sér til hins ýtrasta þá möguleika sem
samfélagsmiðlar hafa upp á að bjóða. Þar má nýta tækifæri til þess að koma
á stjórnmála- og menningarlegum breytingum og hafna póstfemínískri orð-
ræðu sem gerir lítið úr þörfinni fyrir femínisma.117
Það stóð heima. Nú hafa konur sýnt að vettvangurinn sem þær bjuggu
til og notuðu til þess að segja frá ofbeldi, í krafti fyrri bylgja og opinskárra
114 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 24.
115 Irma erlingsdóttir, „Inngangur. Uppgjör á byltingartímum“, Fléttur V. #MeToo, rit-
stjórar kristín I. Pálsdóttir, elín Björk Jóhannsdóttir og Þorgerður H. Þorvalds-
dóttir, Reykjavík: RIkk – rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands
og höfundar, 2020, bls. 11–33, hér bls. 14.
116 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 127.
117 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 127–128, 109.