Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 31
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
30
Hugmyndir um stjórn og stjórnleysi tengjast líkamanum jafnframt
sterkum böndum og í því samhengi eru sjálfstjórn og sjálfsagi líkamans talið
hið nýja vinnusiðferði mannsins.126 Stjórn af því tagi snýst ekki síst um að
halda í við ráðandi fegurðarímynd og hegða sér í samræmi við samfélags-
legar kröfur og viðmið.127 Missi manneskjan stjórn á líkamanum, til dæmis
með sjúkleika sínum, er viðteknum hugmyndum um rökhugsun og skyn-
semi ógnað.128 líkamar kvenna, samkynhneigðra karlmanna, feitir líkamar,
líkamar vændiskvenna og sjúkir líkamar hafa sérstaklega verið tengdir hug-
myndum um sora og úrkynjun í gegnum tíðina í þessu samhengi. Á hinn
bóginn hafa hugmyndir um líkamann almennt í vestrænu samfélagi verið
bundnar að ýmsu leyti við að hann viðhaldi fegurð sinni og æskueinkennum
og nauðsyn þess að hemja hann svo óhreinindin sem hann framleiðir brjótist
ekki upp á yfirborðið. Gerist það ógnar líkaminn félagslegu umhverfi þess
sem í honum býr með neikvæðum afleiðingum.129 Í því sambandi má nefna
skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Stóra skjálfta (2015)130, en einnig fyrstu skáld-
sögu hennar, Stjórnlaus lukka (1998) þar sem flogaveikur líkami tekur yfir líf
og sjálfsmynd Diddu, sögumanns:
Mér fallast hendur um leið og þessi gagnrýnisrödd byrjar að tala
innra með mér. Ég veit að hún hefur lög að mæla þegar hún minnir
mig á að í mínu tilfelli hefur líkaminn yfirhöndina. Hugurinn hef-
ur ekkert að segja þegar samanherpt raddböndin mynda dýrslegt
öskur og líkaminn engist til og frá í hörðum átökum. Hvenær sem
er og hvar sem er. Ég veit líka að ég kemst ekki í burtu. Þrátt fyrir
126 Deborah lupton, Medicine as Culture, bls. 33.
127 Angela McRobbie, „Notes on the Perfect“, bls. 9.
128 Það skýrist meðal annars vegna þeirrar viðteknu skoðunar vestrænnar nútímamenn-
ingar um að hugur og líkami séu tvö aðskilin fyrirbæri. Deborah lupton rekur þær
hugmyndir í fyrrnefndri bók sinni, Medicine as Culture, en uppruna þessarar tví-
hyggju má rekja til forngrískrar heimspeki um tengsl fyrirbæranna. René Descartes
(1596-1650) aðgreindi þau með því að skilja að sál og náttúru sem þýddi að líkaminn
væri afleiddur af huganum og settur skör lægra en hann. Þessar hugmyndir fólu
því allar í sér að líkaminn væri óæðri eða að tengsl hans við lífveru kæmu í gegnum
móður, konu. Þessi aðskilnaður er viðtekin skoðun vestrænna læknavísinda og
grunnsetning hennar leiðir af sér fleiri tvenndarpör sem undirbyggja og styðja hana,
svo sem karl/kona, tilfinningar/skynsemi og óhreinleiki/hreinleiki (bls. 20–24).
129 Deborah lupton, Medicine as Culture, bls. 24.
130 Guðrún Steinþórsdóttir hefur fjallað um sjúkdóminn og áhrif hans í skáldsögunni
Stóra skjálfta í grein sinni „Minnið er gatasigti“. Um minni og tráma í Stóra skjálfta
eftir Auði Jónsdóttur, Ritið 2/2020, bls. 125–160.