Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 35
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
34
Þessu er frekar velt upp í annarri smásögu eftir Fríðu, „Að kúga eða kúgast“,
sem segir frá ungum manni og sambandi hans við konu sem hafnar útlits- og
hegðunarkröfum samfélagsins. Sagan er sögð frá sjónarhorni unga manns-
ins sem á erfitt með að sætta sig við líkamleika hennar í allri sinni mynd.
Hér mætti segja að notast sé við stelpugrodda-stílbragðið; kærastan ögrar
blygðunarkennd kærastans og ráðandi hegðunar- og útlistkröfum með því
að hafna rakstri líkamshára og leysa vind svo hann heyri til. Hún gengur
síðan endanlega fram af honum þegar hún gengst við því að pissa í sturtu.
Þá rýkur hann á dyr og samband þeirra hangir á bláþræði í nokkra daga en
þegar þau sættast segir hún að það sé „jafnvægiskúnst […] [a]ð standa á sínu,
en stíga ekki á hina manneskjuna í leiðinni.“143 Sambærilegar hugleiðingar
eru á ferðinni í ljóðinu „Hákerling“ eftir Fríðu. ljóðmælandi þess, sem er
kona, sækir „bassann ofan í maga“ þegar hún vill að á sig sé hlustað – skyldi
það nú ekki ganga klæðir hún sig í „hákarlahaminn“ sem er bæði „gráðugur
og tannbeittur“ og segir setningar í germynd og boðhætti.144 Þannig er karl-
læg hegðun dregin upp og myndhverfð í hákarli. Þetta er ágætt dæmi um
það sem Angela McRobbie hefur kallað „reðurstúlku“ (e. phallic girl), hugtak
sem póstfemínisminn ól af sér, og lýsir því þegar kona setur á svið hegðun
sem telst karllæg.145 Þannig verður ljóðmælandi „ein af strákunum“, en veltir
þó fyrir sér hvort það gangi þó yfirleitt upp – og hvort það sé nokkuð þess
virði að setja slíka hegðun á svið. Hún spyr í lokalínum hvort ekki mættu
fleiri spyrja og efast: „er ekki styrkur í spurningarmerkinu líka? / Gæti ekki
mögulega leynst styrkur í að vera ekki alveg viss?“146 og veltir þar með fyrir
sér hvort karllæg hegðun á borð við þá sem hún hefur mátað sig við sé alltaf
ákjósanleg – sennilega sé yfrið nóg af blindu sjálfstrausti og upphrópunum
til í feðraveldissamfélagi, fleiri mættu kannski efast og spyrja.
Í fyrstu ljóðabók Svikaskálda má finna ljóðið „Bölvun“ eftir Þóru Hjör-
leifsdóttur (1986), sem er ef til vill einskonar samruni stelpugroddans og
„reðurstúlkunnar“ þar sem ljóðmælandi, kona, fer um heimili óvinar og
beitir líkama sínum í hefndarskyni: „ber að neðan / í karrýgulum ullarsokk-
um“.147 kvenlíkaminn er í uppreisn gegn ríkjandi viðmiðum:
143 Sama heimild, bls. 32.
144 Fríða Ísberg, „Hákerling“, Ég er fagnaðarsöngur, ritstjóri Steinunn Sigurðardóttir,
Reykjavík: Svikaskáld, 2018, bls. 10.
145 Angela McRobbie, „Notes on the perfect“, bls. 11.
146 Fríða Ísberg, „Hákerling“, bls. 10.
147 Þóra Hjörleifsdóttir, „Bölvun“, Ég er ekki að rétta upp hönd, ritstjóri Soffía Bjarna-
dóttir, Reykjavík: Svikaskáld, 2017, bls. 36.