Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 37
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
36
sig inni, í öllum skilningi, og hún lokar sig inni með vandanum.152 Óhugnað-
urinn sem fylgir nærveru kalvins inni á heimilinu er greinilegur og stígandi:
Hnífarnir þínir kalvin eru vel brýndir vandlega meðfarnir full-
komnir. Þú breiðir handklæðið á rúmið, leysir niðrum þig bux-
urnar, syngur: i am human and i need to be loved just like anybody
else does. Blóðið frussast þessi kúrekastígvél eru moldug þessar
nærbuxur skítugar. Sofðu úr þér ástin mín153
Óttinn tekur sér bólfestu í líkama kötu í takt við vaxandi óhamingju og
aðskilnað parsins, hún nagar sjálfa sig: „Hann er hættur að koma heim úr
vinnunni, ég er aftur farin að naga á mér hnén.“154 Hún gerir sig „minni“ og
líkamleg nærvera hennar er falin, sem mætti einnig skilja sem vísbendingu
um lystarstol, en líkamleg nærvera kalvins er sterk í frásögninni sem sést
meðal annars á því þegar hún ávarpar hann: „Þú býrð í húðinni á þér kalvin
býrð í kjötinu á þér þú“155 og athygli lesanda er sérstaklega beint að ýmsum
smáatriðum á líkama hans, klæðnaði og lykt: „Höndin á kalvin hvílir hreyf-
ingarlaus á borðinu beinaber höndin. Stór kúla í úlnliðnum, æðarnar þykkar
og útstæðar […] lyktin oní bolnum hans gamla og þvegna af svefni hans og
svita“.156
kynferðisofbeldi er áberandi stef í verkum kristínar eiríksdóttur,157 en
í ljóðverkinu KOK sem kom út árið 2014, tíu árum eftir útgáfu Kjötbæjarins,
má greina uppreisnartón í ljóðmælanda í lokalínum verksins. Þar er notast
við fleirtölumynd sem hægt er að túlka sem samstöðutákn: „og þið / tókuð
svolítið sem tilheyrir okkur / en þið / getið ekki / skilað því aftur / og við
/ eigum eitt / sem þið hefðuð viljað halda / en við / getum ekki / gefið til
baka“.158 Þá voru fimm ár liðin frá útgáfu Á mannamáli, þrjú ár frá fyrstu
Druslugöngunni, myndaalbúm Hildar lilliendahl Viggósdóttur hafði vakið
mikið umtal og femínísk vefrými á Facebook í blóma.
152 Sama heimild.
153 kristín eiríksdóttir, Kjötbærinn, Reykjavík: Bjartur, 2004, bls. 14.
154 Sama heimild, bls. 25.
155 Sama heimild, bls. 19.
156 Sama heimild, bls. 27.
157 Hér gefst ekki rými til að ræða fleiri verk kristínar, en ítarlegar er fjallað um ljóða-
bækurnar Kjötbærinn (2004), Húðlita auðnina (2006) og KOK (2014) í MA-ritgerð
minni; „leiðin er innávið og uppímóti“, bls. 69–84.
158 kristín eiríksdóttir, KOK, 2014, Reykjavík: JPV.