Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 44
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
43
heilkenninu – að líða eins og kona sé aldrei nógu góð“188 eins og Fríða Ísberg
orðaði það í viðtali um stofnun hópsins. Í sama viðtali segir hún að hún
myndi ekki skilgreina hópinn sem femínískan, þrátt fyrir að vera allar femín-
istar, en að þarna séu þær þó samankomnar, sex konur, í „einhverskonar
vígahug“.189 Orð Fríðu má setja í samhengi við grein Young, sem fjallað var
um hér að framan, og einkenni fjórðu bylgjunnar sem meðal annars virðist
fela í sér að „taka pláss“ sem Svikaskáld gera í ljóðasenunni með því að finna
styrk í samstöðu og koma fram sem hópur.
Fyrsta ljóðabók Svikaskálda, Ég er ekki að rétta upp hönd (2017), býður
meira að segja upp á ljóðið „Það er auðveldara að vera konan sem býr til
pláss“, eftir Þóru Hjörleifsdóttur. lesandi þess er svo gott sem neyddur til
þess að sýna ljóðinu sérstaka athygli en það er fjórtán orð og þekur fjórar
blaðsíður: „Það er auðveldara að vera konan sem býr til pláss / en / sú / sem
/ tekur“.190 Ádeilunni er komið til skila á írónískan hátt – ljóðmælandi býr til
pláss og tekur það líka, seinni hluti setningarinnar („en / sú / sem / tekur“)
þekur þrjár blaðsíður en fyrri hlutinn einungis eina blaðsíðu.
Ég er ekki að rétta upp hönd hefst á ljóðinu „Svik“, eftir Sunnu Dís Más-
dóttur. Uppreisnartónninn er sleginn strax með upphafslínunum, „[v]ið
hinar svikulu / tómar komnar tómar“.191 kynslóðatengd reiðin magnast upp
eftir því sem ljóðinu vindur fram: „[H]ristum þrár okkar úr borðdúknum /
dreifum mylsnunni fyrir klórandi spörfugla / berjum löngun okkar úr mott-
unni / og biðjum vindinn að öskra leyndarmál okkar á toppi / fjallsins“.192
Þannig mætti segja að ljóðið eigi í samræðu við frægt ljóð Ingibjargar Har-
aldsóttur, „kona“ (1983), þar sem segir meðal annars að það komi „alltaf
einhver kona / að taka af borðinu / sópa gólfið og opna gluggana / til að
hleypa vindlareyknum út“193 eftir samsæti karlmanna þar sem heimsmálin
eru rædd. Í „Svikum“ magnast reiðin upp úr gömlum kynhlutverkum, borð-
dúkurinn sem konur hafa saumað, sléttað, raðað á og tekið af er hristur og
188 Jón Örn loðmfjörð, „Öll ljóð eiga klisju yfir höfði sér. Viðtal við Fríðu Ísberg“,
Starafugl, 16. október 2017, sótt 1. ágúst 2018 af https://starafugl.is/2017/oll-ljod-
eiga-klisju-yfir-hofdi-ser/.
189 Sama heimild.
190 Þóra Hjörleifsdóttir, „Það er auðveldara að vera konan sem býr til pláss“, ritstjóri
Soffía Bjarnadóttir, Ég er ekki að rétta upp hönd, Reykjavík: Svikaskáld, 2017, bls.
48–51.
191 Sunna Dís Másdóttir, „Svik“, Ég er ekki að rétta upp hönd, ritstjóri Soffía Bjarnadóttir,
Reykjavík: Svikaskáld, 2017, bls. 7.
192 Sama heimild.
193 Ingibjörg Haraldsdóttir, Orðspor daganna, Reykjavík: Mál og menning, 1983, bls. 38.