Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 45
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
44
úr honum koma þrár þeirra sem hafa sest í hann. en þrátt fyrir að reiðin
magnist er hún innhverf. Hún stigmagnast í samstöðunni, með fleirtölu-
myndinni, en bælist innra með fjöldanum sömuleiðis. Í þeim skilningi mætti
segja að reiðin sé vakin en ekki virkjuð. líkamleikinn og kvenlæg reiðin
renna saman í eitt þegar langanir og þrár eru barðar burt með heimilis-
störfunum en niðurstaðan er bæld reiði eins og segir í lokalínu ljóðsins: „við
rísum við / svíkjum líkama okkar / tunglið / svíkjum sjávarföllin / kyngjum
reiðinni / kyngjum pillunum / bræðinni / kyngjum og“.194 Hér er þó eitthvað
meira eftir ósagt og ógert – og ef til vill ekki langt í að reiðin verði virkjuð.
Það rímar við aðdraganda fjórðu bylgjunnar – Ég er ekki að rétta upp hönd
kom út örfáum mánuðum fyrir #höfumhátt og #MeToo.
Í ljóðinu „Artemis“ eftir Þóru Hjörleifsdóttur brýtur gríska veiðigyðjan
sér leið í gegnum feðraveldið, snýr við og varar kynsystur sínar við því mis-
rétti sem hún sér og verður á vegi hennar. Feðraveldinu er líkt við tvær
girðingar sem hún verður að komast í gegnum til þess. ljóðið hefst á lín-
unni „Hún fer léttfætt meðfram girðingunni“195 og sýnir einurð hennar og
baráttuvilja: „það hlýtur að vera gat eða dæld eða hola / sem hún kemst í
gegnum / þótt hún hruflist / þótt hún blotni / þótt hún hafi aldrei farið svona
langt / heldur hún áfram“, sem minnir lesanda á að hver og ein kona verði
að vera kynjapólitískt meðvituð og hafa baráttuþrek. Þrekið þarf að virkja
„innávið“ (innhverf, vakin reiði), en það verður að viðhalda því til þess að
komast „uppímóti“ (virkjuð reiði) og þess vegna kemst Artemis leiðar sinnar
í gegnum allar hindranir: „kjarrið flækist um fætur hennar / klórar sig upp
ber lærin / en hvísl og þukl er löngu hætt að hægja á henni“. lokametrarnir
eru brattastir og síðari girðingin er „eldri, formfastari“ og „verri viðsnún-
ings“. Hún kemst þó á endanum leiðar sinnar, „lengra upp“ , en á toppnum
sér hún „hvað kemur / hvað mun koma“ og „verður að vara hinar við“ – en
þegar hún gerir tilraun til þess er þeim orðum drekkt í „söltum og ilm-
kjarnaolíum“.196 Spennunni milli femínista sem vilja róttækar aðgerðir ann-
arsvegar og póstfemínista hinsvegar er þar með lýst þar sem póstfemínistar
gera lítið úr þörfinni fyrir aðgerðir og drekkja varnaðarorðum Artemis með
því að setja hana í bað, sem minnir á póstfemínískar áherslur á sjálfsrækt.
Samræða við fyrri kynslóðir og kvenlæg þemu eru einnig á takteinunum
í síðari bók Svikaskálda, Ég er fagnaðarsöngur, sem kom út á kvenréttinda-
194 Sunna Dís Másdóttir, „Svik“, bls. 7.
195 Þóra Hjörleifsdóttir, „Artemis“, Ég er ekki að rétta upp hönd, ritstjóri Soffía Bjarna-
dóttir, Reykjavík: Svikaskáld, 2017, bls. 18–19, hér bls. 18.
196 Sama heimild, bls. 18–19.