Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 46
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
45
deginum 19. júní 2018. Bókarkápuna prýðir mynd úr seríu elínar elísa-
betar einarsdóttur, Pink ladies, sem er vísun í stelpugengið úr söngleikja-
myndinni Grease (1978). Myndasería elínar elísabetar einkennist þó ekki af
bandaríska vinkonuhópnum góðkunna í bleiku jökkunum, heldur stórum,
nöktum tröllskessum, bleikum á lit. Skessan á bókarkápu Svikaskálda liggur
í makindum sínum upp við rauðbleikt grjót, lygnir aftur augum og breiðir úr
sér í náttúrulegu umhverfinu og er þar að auki með áberandi svört hár á kálf-
unum. Bleika daman neitar að biðjast afsökunar á tilveru sinni eða minnka
sig á nokkurn hátt.
Í ljóði Sunnu Dísar Másdóttur, „Bogi“197, hljóma raddir kvenna af
tveimur kynslóðum. Amma beinir tilmælum til ljóðmælanda um líkamsburð
og ljóðmælandi beinir samskonar tilmælum til systur sinnar. Öll eru þau
framsett til þess að hlúa að líkamanum, ytra yfirborði hans, en þau fela þó í
sér stigmagnandi uppreisnartón. Amman segir: „krosslegðu ekki fótleggi“,
annars komi æðahnútar. ljóðmælandi ráðleggur systur sinni svo að sitja bein
í baki og sitja gleið sem vísar í hvatningu til kvenna um að „taka pláss“. Að
lokum segir hún systur sinni að spenna „lífbeinið mót þeim / eins og boga“
sem eru uppreisnarkennd skilaboð þar sem kvenlíkaminn er notaður til þess
að tákna vopnaburð og uppreisn.
Lokaorð
Þrátt fyrir aukna umræðu um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess á því
tímabili sem hér hefur verið gerð tilraun til þess að skilgreina sem fjórðu
bylgju femínismans er mikilvægt að muna að hver bylgja byggir á þeirri sem
á undan kom og áherslur þeirra allra blandast svo saman.198 Aukin umræða
um kynferðisofbeldi kemur ekki af sjálfu sér og er möguleg í kjölfar ávinn-
inga fyrri bylgja, til dæmis með kröftugum mótmælum Rauðsokkahreyfing-
arinnar, opnun Stígamóta og opinskárra frásagna kvenna af kynferðisofbeldi
og afleiðingum þess, eins og sjá má í Myndinni af pabba. Sögu Thelmu (2005),
sem Gerður kristný skráði, og annarra kvennabókmennta sem fjalla um
kynferðisofbeldi þegar samfélagið var ekki eins opið fyrir slíkri umræðu og
það er í dag. Víst er að bókmenntir og önnur listsköpun kvenna veita femín-
isma nauðsynlegt afl. Verk þeirra skáldkvenna sem hér hafa verið til umfjöll-
unar minna á mikilvægi kvennasamstöðu og að baráttunni megi aldrei taka
197 Sunna Dís Másdóttir, „Bogi“, Ég er fagnaðarsöngur, ritstjóri Steinunn Sigurðardóttir,
Reykjavík: Svikaskáld, 2018, bls. 48.
198 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 20, 29.