Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 51
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR
50
sé um að ræða mótsagnakennda orðræðu sem aðallega megi finna innan
neyslumenningar og dægurmenningar. Póstfemínismi einkennist ekki af
aktívisma eða stofnanabundnum stjórnmálum (e. institutionalization of pol-
itics/activism) heldur af leik, neyslu, húmor, tísku, einstaklingshyggju, póst-
módernisma og afþreyingarmenningu. Hann rís upp úr nýfrjálshyggju
Reagan- og Thatcher-áranna og má helst sjá í dægurmenningunni og er
einkennandi fyrir bandaríska sjónvarpsþætti eins og Sex and the City (1998–
2004), Ally McBeal (1997–2002) og Desperate Housewives (2004–2012) ekki
síður en skvísusögur á borð við Dagbók Bridget Jones eftir Helen Fielding og
Kaupalkabækur Sophie Kinsellu.2
Sara m. Evans lýsir því í grein sinni „Generations later, Retelling the
Story“ hvernig femínískir fræðimenn frá níunda og tíunda áratugnum hafi
fremur hneigst að teoríu en aktívisma en þær hafi fyrst og fremst glímt við
fræðilegar spurningar sem snerust um „kyngervi, kynþátt og stétt.“ Þessir
höfundar hafi stimplað bylgju femínista frá áttunda áratugnum sem „hvíta,
miðstéttarlega, sjálfhverfa og andfemíníska.“ Ungar konur vildu ekkert hafa
að gera með þessa femínista sem þær töldu vera „reiðar/ljótar/háværar/
lesbíur eða (á mótsagnakenndan hátt) eikynhneigðar“. Þær hafi lýst því yfir
að þær væru þriðja bylgjan og að femínisminn stæði nú á „krossgötum“
(e. intersectionality) því að þær ætluðu sér að kljúfa sig algjörlega frá fyrri
femínískum viðhorfum. Evans segir þriðju bylgju femínistana hafa búið til
heitið önnur bylgjan og leggur áherslu á að margir femínistanna sem til-
heyri þriðju bylgjunni hafi ekki séð hversu flókin og margbrotin hreyfingin
var á áttunda og níunda áratugnum. Ekki sé til dæmis horft til þess hvernig
önnur bylgjan hafi tekist á við hlutskipti minnihlutahópa, fátækt og viðhorf
þeirra til kynvitundar. jafnframt sé það mögulega vandamál að skilgreina
femínískar hreyfingar með hliðsjón af bylgjum þar sem ein útiloki hinar,
þar sem femínistar hafi sameiginlegt markmið, sem er að bæta hag kvenna.3
2 Sjá Alda Björk Valdimarsdóttir, Jane Austen og ferð lesandans. Skáldkonan í þremur
kvennagreinum samtímans, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2018, bls. 135–144. Sjá
einnig grein öldu Bjarkar „Ég er ekki þunn. Tobba marinós, kvenfrelsisumræðan
og íslensk skvísumenning“, Fléttur III–Jafnrétti, menning, samfélag, Reykjavík: Rikk
og Háskólaútgáfan, 2014, bls. 135–158, hér bls. 137.
3 Sara m. Evans, „Generations later, Retelling the Story“, The Legacy of Second-
Wave Feminism in American Politics, ritstjórar Angie maxwell og Todd Shields,
Cham: Palgrave macmillan, bls. 21–40, hér bls. 21–24. Hér má nefna að ritstjórar
bókarinnar sem Evans birtir grein sína í taka undir það sjónarmið sem hún andmælir
að önnur bylgjan hafi ekki lagt nægilega mikla áherslu á minnihlutahópa og ræða
það í inngangi sínum að greinasafninu. Allar raddir hafi alls ekki verið jafngildar í