Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 52
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
51
Áhugavert er einnig að Evans skilgreinir femínista frá annarri bylgj-
unni sem aktívista en kallar þá „bóklega“ (e. literary) sem tilheyra þriðju
bylgjunni. Í greiningu Evans sést skýrt kynslóðarrof þar sem dætur finna
sig ekki í femínískum viðhorfum kynslóðarinnar á undan og hvor hópurinn
hafnar hinum. Einnig má nefna að sá pólitíski aktívismi sem Evans segir
skorta í þriðju bylgjunni hefur nú birst með skýrum hætti í samtímanum
í formi metoo-bylgjunnar. mögulega er slíkur aktívismi að einhverju leyti
svar dætra þriðju bylgjunnar við þeim femínískum viðhorfum sem hafa verið
viðloðandi frá tíunda áratugnum og um leið höfnun á því gildismati póst-
femínista að fagna konunni sem kynveru og neytanda fremur en að berjast
gegn kynferðisofbeldi og skoða konur sem þolendur.
Hér á eftir verða hugmyndir póstfemínista um kynferðislegt frelsi sér-
staklega skoðaðar og horft til þess hvernig sýn þeirra á kynfrelsi og kynlífs-
byltingu er um margt viðbrögð við, því sem þeir myndu kalla, siðaboðskap
annarrar kynslóðar femínista. Undir lokin verður sjónvarpsþáttaröðin Sex
and the City rædd sem birtingarmynd kynferðisverunnar í póstfemínískum
frásögnum og einnig verður fjallað um framhaldssþáttaröðina And Just Like
That… (2021–) og þær áherslubreytingar sem þar má merkja en handrits-
höfundarnir reyna að laga hugmyndaheim gömlu þáttanna að nýjum og
breyttum áherslum í kynjapólitíkinni.
Greinin er hugsuð sem kynning á póstfemínískum viðhorfum og leitast
við að útskýra hvaðan slíkar hugmyndir koma og úr hvaða andrúmslofti
þær spretta. Tilgangur skrifanna er ekki að staðsetja sig hugmyndafræði-
lega milli átakalína í femínisma heldur að draga fram raddir sem nú kunna
að hljóma annarlega, kortleggja umræðuna, rekja kenningarnar og staðsetja
þær með hliðsjón af tíðararanda, tískustraumum og kynslóðastríði. Sumar
af þeim póstfemínísku hugmyndum sem hér eru raktar teldust því vissulega
umdeildar á ritunartíma þessarar greinar, sérstaklega þær sem snúa að því
hvernig margir úr póstfemínísku umhverfi hafa gert lítið úr kynferðisofbeldi
en lagt þess í stað áherslu á að fagna konunni sem virkri, frjálsri og sterkri
kynveru.
hreyfingunni og hvítu forréttindakonurnar sem mótuðu hreyfinguna á þessum tíma,
rétt eins og fjölmiðlar og fræðikonurnar sem skrásettu hana, hafi ekki kunnað að
meta baráttu svartra stallsystra sinna, lesbía, trúaðra kvenna og þeirra sem mótaðar
voru af fátækt. Sjá Angie maxwell og Todd Shields, „Introduction. Toward a new
Understanding of Second-Wave Feminism“, The Legacy of Second-Wave Feminism in
American Politics, bls. 1–19, hér bls. 6.