Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 56
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
55
þriðja bylgjan“15 en hún hafði áður rætt um að slitnað hafi upp úr sambandi
hennar og móður hennar vegna ólíkra femínískra sjónarmiða. margar kon-
ur sem kenna sig við þriðju bylgjuna segjast hafna annarri bylgjunni vegna
þess að hún taki ekki tillit til eftirlendufræðilegra sjónarmiða, póstmódern-
ískra og póststrúktúralískra kenninga. önnur bylgjan hverfist um miðjulaga
hugsun og taki ekki á ólíkum sjálfsmyndum, afbyggingu, ólíkri kynhneigð,
kyngervi eða minnihlutahópum. önnur dóttir konu sem tilheyrir annarri
bylgju femínista, Katie Roiphe, hefur talað um óbrúanlegt kynslóðabil, þar
sem ungar konur upplifi femínismann sem kynslóðabundið vandamál þar
sem ósveigjanlegar mæður leggi lífsreglurnar og segi dætrum sínum hvern-
ig þær megi hegða sér.16 Ýmsir af fulltrúum þriðju bylgjunnar virðast því
gjarnan halda þeirri hugmynd á lofti að það séu ekki lengur karlmenn sem
stýri hegðun konunnar heldur hafi femínistar tekið við stýringarhlutverkinu
með boðum sínum og bönnum.
Húmanismi eða femínismi?
Sem dæmi um hversu erfitt mörgum konum virðist finnast að máta sig innan
kvennahreyfingarinnar má nefna að sífellt koma upp nýjar undirgreinar sem
er ætlað að greina sig frá þeim ráðandi stefnum og straumum sem eru í
gangi. Þessar konur vilja skapa nákvæmari hugmyndafræði sem fellur betur
að þeirra lífssýn. Sem dæmi má nefna hugtakið ný-femínisma sem fór að
gera vart við sig á tíunda áratugnum og er einnig hluti af þriðju bylgjunni
eins og póstfemínisminn. ný-femínistarnir fögnuðu áhrifamiklum konum
sem nutu velgengni í starfi en þær virtust ekki vera jafn gagnrýnar á baráttu
annarrar bylgju femínista og sumar stallsystur þeirra innan hinnar póst-
femínísku hreyfingar. Glíma þeirra snerist að einhverju leyti um að skipta út
konunni sem fórnarlambi eða þolanda fyrir konuna sem fulltrúa valdsins og
einblína á hina sterku konu. nefna má bók natöshu Walter, The New Femin-
ism (frá 1998) þar sem sambandið á milli kvenna og valds er skoðað. Femín-
istar tíunda áratugarins vildu greina á milli hins persónulega og pólitíska.
Þær lögðu áherslu á að önnur bylgjan einblíndi á konuna innan veggja heim-
ilisins og á kynferðisofbeldi.17 margir femínistar í kringum aldamót lögðu
15 nicola Rivers, Postfeminism(s) and the Arrival of the Fourth Wave. Turning Tides, bls. 17.
16 Sama heimild, bls. 18.
17 Hér smættuðu nýfemínistar, rétt eins og póstfemínistarnir, réttindabaráttu annarrar
bylgjunnar sem lét sig einnig launamál varða, stöðu kvenna á vinnumarkaði og fleiri
málefni. En þetta er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vilja marka sér stöðu innan
baráttuhreyfinga af ýmsum toga. Hugmyndakerfi þeirra sem á undan koma eru þá