Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 58
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
57
snúist um að „stimpla. Í mínum huga er femínismi lesbíur sem brenna
brjóstarahaldara sína. Ég myndi gjarnan vilja sjá hann endurmótaðan. Við
þurfum að fagna kvenleika okkar og mýkt.“ Og lady Gaga segir: „Ég er ekki
femínisti – Ég hylli menn. Ég fagna amerískum körlum, menningu og bjór
og börnum og tryllitækjum.“ Söngkonan Björk Guðmundsdóttir átti líka
erfitt með hugtakið femínisti á þessu tímabili og sagðist ekki líta á sig sem
slíkan í viðtali við „Bust“, vegna þess að það fæli í sér „einangrun“: „Fyrir
mína kynslóð, þá er mikilvægara að gera hluti í staðinn fyrir að kvarta yfir
því að þeir séu ekki réttir. Það er mikilvægt að vinna bæði með körlum og
konum og vera jákvæður.“22 Fleiri poppstjörnur afneituðu femínismanum á
þessum árum svo sem P.j. Harvey, Demi moore, Kelly Clarkson og Beyoncé
var einnig volg í afstöðu sinni á þessu tímabili.23 Samantektir á borð við
þessar sýna hversu lengi konur voru mótaðar af tilmælum, hugmyndum og
greiningaraðferðum tíunda áratugarins þegar lögð var áhersla á að þær ættu
að horfa til styrkleika kvenna, á völd þeirra og kraft en ekki líta á þær sem
fórnarlömb karlveldis líkt og mæður þeirra gerðu.
Inn í tíðaranda þeirra kvenna sem eiga erfitt með að máta sig við aðra
bylgju femínisma á tíunda áratugnum kemur naomi Wolf með bækur sínar
The Beauty Myth (1990) og Fire With Fire (1993) og verður þar með að tals-
manni hins svokallaða valdafemínisma. Í Fire With Fire segir Wolf að konur
standi frammi fyrir „opnu augnabliki“ (e. open moment). Eftir tuttugu og
fimm ár af femínískum aktívisma sé búið að byggja upp hina pólitísku form-
gerð. Konur eigi nú nægilega mikla peninga og áhrif þeirra séu sýnileg, auk
þess sem þær hafi enn þörf á því að breyta kynjaójafnvæginu. Það sé þrennt
sem standi í veginum: margar konur finni ekki samhljóm með kvennahreyf-
ingunni; þráður í femínisma einkennist af karlveldislegum viðhorfum; og
konur skorti sálfræðileg kvenleg völd sem mæti nýjum tækifærum þeirra.24
Einn af þeim þáttum sem geri það að verkum að konur sjái sig ekki í
femínisma sé ósveigjanleiki hans og sú tilfinning að hreyfingin sé andsnúin
fjölskyldugildum og karlmönnum, hún sé hvít og tilheyri miðstéttinni. Slíkir
22 Kate Dries, „The many misguided Reasons Famous ladies Say ´I´m not af
Feminist“. Sjá einnig: Kate mcDonough, „„I’m not a Feminist, But“, Salon, 6. apríl,
2013, sótt 1. mars 2022 af https://www.salon.com/2013/04/06/im_not_a_feminist_
but/.
23 Sjá Kate Dries, „The many misguided Reasons Famous ladies Say ´I´m not a
Feminist“, Jezebel, 2. nóvember 2013, sótt 1. mars 2022 af https://jezebel.com/
the-many-misguided-reasons-famous-ladies-say-im-not-a-1456405014.
24 naomi Wolf, Fire With Fire. The New Female Power and How it Will Change the 21st
Century, Vintage, epub, 1993, loc. 10.