Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 62
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
61
Því var jafnframt haldið fram að konur væru komnar svo langt í lífinu að þær
þyrftu ekki að hafa áhyggjur lengur af hlutgervingu eða kvenhatri.32
„Greddumenning“ var sérlega fyrirferðarmikil í tónlistarmyndböndum
allt fram að því að áherslurnar breyttust með metoo-hreyfingunni og hún
var sérstaklega sýnileg í verkum ungra poppsöngkvenna. miley Cyrus dansar
fáklædd í laginu „Wrecking Ball“ (2013) og setur listsköpun sína í samhengi
við femínisma. ólíkt áðurnefndum stöllum sínum í afþreyingariðnaðinum
segist hún í viðtali við BBC Radio árið 2013, vera „einn stærsti femínisti
veraldarinnar, vegna þess að ég segi konum að þær hafi ekkert að óttast“.
Konur eigi að vera stoltar af því að sýna líkama sinn.33 Í viðtali í Cosmopol-
itan fullyrðir hún að hún sé sterk fyrirmynd kvenna og gefi þeim vald þe-
gar hún kemur fram á þveng með froðu á milli læra sinna og veifar stórum
frauðplastsfingri.34
Hugsanlega er Cyrus hér að leita staðfestingar á hispurslausri kyntjánin-
gu sinni með því að setja hana í femínískt samhengi sem er ekki eitthvað
sem hinar listakonurnar þurftu að gera. Ekki er heldur hægt að segja að þessi
ákvörðun Cyrus hafi skaðað hana því að á þessum árum jók kynferðislegur
djarfleiki á verðgildi poppstjarna. „Wrecking Ball“ varð til þess að tekjur
miley Cyrus jukust um 28,5 milljónir dala árið 2013 ef tekið er mið af tek-
jum hennar 2010.35 Ef djarfar sviðsetningar líkamans vekja slíka athygli og
32 Ariel levy, Female Chauvinist Pigs. Woman and the Rise of Raunch Culture, new York:
Free Press, 2005, bls. 3–4.
33 Sjá Alexandra Appolini, „“The Biggest Feminist in the World”. On miley Cyrus,
Feminism, and Intersectionality“, American Music Review, Vol. XlIII, no. 2, vor
2014, Brooklyn College, sótt 1. mars 2022 af
http://www.brooklyn.cuny.edu/web/academics/centers/hitchcock/publications/amr/
v43-2/apolloni.php#:~:text=On%2014%20november%202013%20miley,of%20
anything%2C%22%20she%20said.
34 Viðtalið við Cyrus birtist í desemberhefti tímaritsins Cosmopolitan árið 2013. nicola
Rivers fjallar ítarlega um gagnrýnina sem Cyrus fékk á tónlistarmyndbandið meðal
annars frá söngkonunni Sinéad O’Connor sem sagði ábendingar sínar mótaðar
af móðurlegri ást (e. in the spirit of motherliness and with love) en af svörum Cyrus
mátti ráða að hún tæki því ekki þannig. Sjá Postfeminism(s) and the Arrival of the
Fourth Wave. Turning Tides, bls. 33–36. Einnig er forvitnilegt að skoða greiningu
Seans Redmond þar sem hann greinir m.a. viðtalið sem Cyrus fór í hjá breska
sjónvarpsþáttamanninum Allan Carr í september 2013 sem snerist að mestu
leyti um sköp Cyrus og óhefta kyntjáningu hennar. Sjá Sean Redmond, „Sensing
Celebrities“, A Companion to Celebrity, ritstj. P. David marshall og Sean Redmond,
Oxford: Wiley, Blackwell, 2016, bls. 385–400, hér bls. 396–398.
35 Cheryl Wang, „Celebrity Raunch Culture. Is it Feminism?“, Huffington Post, 19.
mars 2015, sótt 1. mars 2022 af http://www.huffingtonpost.com/cheryl-wang/
celebrity-raunch-culture-_b_6511570.html