Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 64
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
63
Fjórða leiðin væri að skoða póstfemínisma sem hneigð (e. sensibility) sem sé
einkennandi fyrir menningu samtímans. Hugtökum eins og frelsi, vali og
valdeflingu sé skipt út fyrir femíníska pólitík og umbreytingu. Póstfemínísk
hneigð feli í sér þá hugmynd að kvenleiki tengist líkamleika, umbreytingu frá
hlutgervingu konunnar til sjálfsgervingar (e. subjectification) hennar, áhersl-
urnar verði á sjálfseftirlit og -aga, einstaklingshyggju, fegrun, kynvæðingu
kvenlíkamans, neysluhyggju og mismun. Þessir þættir tilheyri ákveðinni
stétt og fari saman með ákveðinni útilokun á þjóðerni, aldri, kynferði, fötlun
sem og kyngervi. Þrátt fyrir að það sé markmið póstfemínismans að fagna
mismuni þá sýni reynslan að póstfemínískar frásagnir segi yfirleitt sögur af
hvítum miðstéttarkonum frá norður-Ameríku og Evrópu.39
Áherslurnar á kynveruna og líkamlegar nautnir verða þannig femínískur
tjáningarmáti sem setja má í samhengi við þá áherslu að ekki eigi að ein-
blína á fórnarlömb eða þolendur kynferðisofbeldis og er hluti af orðræðu
femínista í kringum aldamót þar sem horft er til einstaklingshyggju fremur
en bandalaga skoðanasystra eða hópamyndunar.40 Til þess að átta sig betur á
átökum tíunda áratugarins má benda á að í bókinni The Morning After. Sex
Fear and Feminism on Campus frá 1993 heldur blaðamaðurinn Katie Roiphe
því fram að femínistar hafi beint of mikilli athygli að mismuninum á milli
kvenna og karla. Roiphe gefur til kynna að önnur bylgjan beri ábyrgð á því
að draga fram mynd af konunni sem fórnarlambi. Segir hún meðal annars að
um sé að ræða móðursýkislegan ótta sem tengist stefnumótanauðgunum á
háskólasvæðum í Bandaríkjunum. Í tilraun til þess að draga upp ískyggilega
mynd af femínistum á bandarískum háskólalóðum lýsir hún einni slíkri mót-
mælagöngu með þeim hætti að hún hafi verið „ringlaður fyrsta árs nemi að
horfa á andlit böðuð kertaljósi sem liðuðu snákslega eftir háskólasvæðinu“.
Reiðu raddirnar söngluðu í takt slagorð gegn nauðgunum og mótmælend-
urnir héldu á skiltum þar sem stóð: „Endurheimtum nóttina“ (e. Take Back
the Night).41 „Take Back the night“ var skipulagt andóf sem haldið var í yfir
30 löndum, jafnt göngur og vökur gegn kynferðisofbeldi, en fyrstu mótmæ-
lin voru árið 1975 í Bandaríkjunum. Að mati Roiphe grafa slíkir viðburðir
undan styrkleika kvenna og ýta undir varnarleysi þeirra og veikleika. Fór-
narlambsáherslur femínista hvetja til gamaldags viðhorfa til kynferðis „þar
39 Sama heimild, bls. 3–4.
40 Stéphanie Genz og Benjamin A. Brabon, Postfeminism. Cultural Texts and Theories,
bls. 70.
41 Katie Roiphe, The Morning After. Sex Fear and Feminism on Campus, new York/
london: little, Brown and Company, 1993, bls. 11.