Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 65
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR
64
sem karlar vilja kynlíf og konur ekki“.42 Femínisminn hafi þannig runnið
aftur til sjötta áratugarins í ímynd sinni af viðkvæmum, óvirkum og saklau-
sum konum.43 Bókin var skiljanlega umdeild og gagnrýnd fyrir að kenna þo-
lendum um ofbeldi sem þeir verði fyrir. Til þess að hafa í huga hversu ólíkur
tíðarandi tíundi áratugurinn var frá þeim femínísku straumum sem sjá má
nú, tæpum þrjátíu árum seinna, má nefna umfjöllun prófessorsins Camillu
Pagliu sem hrósaði bókinni og sagði hana vera fulla af mælsku, „vel hugsaða
og vel rökstudda bók sem sé alls staðar ráðist grimmilega á af innantómum,
óheiðarlegum femínískum gagnrýnendum.“44 Orð Pagliu um bókina virðast
hafa ratað víða þrátt fyrir að prófessorinn þyki umdeild, og þau eru meðal
annars notuð í Wikipediu-færslunni um bók Roiphe.
Hugmyndirnar um að femínistar eigi ekki að einblína svo mikið á kyn-
ferðisofbeldi og nauðganir tengjast átökum um klámvæðingu á tímabilinu.
Femínistar á áttunda áratugnum voru margir hverjir róttækir andstæðingar
kláms og vændis en það átti sinn þátt í að kljúfa hreyfinguna. Konurnar sem
voru ungar árið 1990 fundu margar hverjar ekki samleið með svo harðri af-
stöðu gegn klámi og kynlífsvæðingu. Afstaða femínista til kynferðis í kring-
um 1970 var þó líka klofin. Sumar konur töldu að ef femínismi snerist um
kvenfrelsi þá ættu konur að hafa frelsi til að birtast í klámi. Aðrar eins og
Susan Brownmiller sem er fræg fyrir bók sína Against Our Will, Men, Woman
and Rape frá 1975 vildu frelsa konur frá niðurlægjandi staðalímyndum og
karlstýrðri menningu. Hún skilgreinir nauðgun sem meðvitað ferli ógnana
sem karlar nota til þess að halda konum hræddum. Uppgötvun karlsins á því
að hann geti notað kynfæri sín sem vopn til þess að vekja upp ótta hljóti að
vera einn mikilvægasti fundur forsögulegra tíma, ásamt notkuninni á eldi og
steinöxinni.45 Bókin var töluvert lofuð og er til dæmis talin hafa haft áhrif á
bandaríska nauðgunarlöggjöf.46
Fyrstu alvöru átökin um klámmenninguna eiga sér stað á áttunda og
níunda áratugnum þegar brugðist er við róttækum femínistum eins og
áðurnefndum Catherine macKinnon og Andrea Dworkin sem höfðu talið
42 Sama heimild, bls. 70.
43 Sama heimild, bls. 6.
44 Camille Paglia, Vamps & Tramps. New Essays, new York: Vintage Books, 1994, bls.
xvi. „An eloquent, thoughtful, finely argued book that was savaged from coast to
coast by shallow, dishonest feminist book reviewers“.
45 Susan Brownmiller, Against Our Will, Men, Woman and Rape, new York: Ballantine
Books, 1975, bls. 14–15.
46 Carolyn Bronstein fjallar í löngu máli um þátt Brownmiller í bandarísku
kvennahreyfingunni í bók sinni Battling Pornography, sjá t.d. bls. 47–50 og 157–162.