Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 66
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
65
það mannréttindabrot gagnvart konum að leyfa klám.47 Það er gegn hug-
myndum sem þessum sem ýmsir póstfemínistar risu. Þær sáu ekkert vanda-
mál við kynvæðingu kvenlíkamans svo fremi sem það færi fram á forsendum
kvenna. Femínistar á borð við Rene Denfeld, sem er af sumum talin tilheyra
„taktu mig femínisma og „babe femínisma“,48 vilja fjarlægja sig femínískri
pólitík sjöunda og áttunda áratugarins. Denfeld hélt því fram að femínism-
inn einkenndist af alræðishyggju, væri gamaldags, öfgafullur, gegnsýrður af
siðaboðorðum og talaði ekki til ungra kvenna. Þá umræðu mátti heyra að
femínistar áttunda áratugarins hafi horfið aftur til gildismats 19. aldarinnar
í hugmyndum sínum um konuna. Hún eigi að vera kynferðislega óspillt og
hjálparvana en um leið siðferðilega hafin yfir karlinn. Denfeld uppnefnir
aðra bylgjuna nýviktoríanisma og telur hana keimlíka Viktoríutímabilinu á
19. öld sem lagði áherslu á hreinlífi konunnar. Í The New Victorians. A Yo-
ung Woman’s Challenge to the Old Feminist Order frá 1995 heldur Denfeld
því fram að hreyfingin sem hófst í kringum 1960 hafi byrjað með grimmri
baráttu fyrir efnahagslegum, félagslegum og pólítískum jöfnuði en hún hafi
úrkynjast og orðið andsnúin kynlífi, frelsi og kvenréttindum.49
Gagnrýni af þessu tagi má sjá í ýmsum myndum næstu áratugina. Í
nýlegri bók femínistans og háskólakennarans lauru Kipnis, Unwanted Ad-
vances. Sexual Paranoia Comes to Campus frá 2017 fjallar Kipnis um kynferð-
isleg samskipti nemenda á háskólalóðinni og einnig sambönd kennara og
nemenda. Hún horfir gagnrýnið á ýmsar þekktar ofbeldisfrásagnir af konum
á háskólasvæðum í Bandaríkjunum og dregur sannleiksgildi sumra þeirra í
efa. „Að hafa vald yfir líkama sínum er, sérstaklega fyrir konur, lærð kunnát-
ta og þarfnast menntunar“, segir Kipnis. Hún heldur því jafnframt fram að
stefnur og kóðar í samskiptum kynjanna sem styrki varnarleysi konunnar og
hvetji til þess að við horfum á hætturnar sem konum stafi af körlum, sé það
síðasta í heiminum sem dragi úr kynferðislegu ofbeldi.50 Frásagnirnar í bók
Kipnis beinast að því að sýna hvernig sumar konurnar virðast hafa notað
kynferðisáreitni eða ofbeldi sem valdatæki í samskiptum sínum við karla.
47 Stéphanie Genz og Benjamin A. Brabon, Postfeminism. Cultural Texts and Theories,
bls. 93.
48 Elizabeth Aoki, „A Challenge To ‘Old’ View of Feminism“, 3. apríl 1995, sótt 19. ágúst
2022 af https://archive.seattletimes.com/archive/?date=19950403&slug=2113707.
49 Stéphanie Genz og Benjamin A. Brabon, Postfeminism. Cultural Texts and Theories,
bls. 71.
50 laura Kipnis, Unwanted Advances. Sexual Paranoia Comes to Campus, new York:
HarperCollins, 2017, bls. 8.