Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 67
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR
66
Sjá má að hugsunarháttur sem kenna má við póstfemínisma rímar illa
við fjórðu bylgju femínismans sem hefst í kringum 2017, metoo-hreyfin-
guna með áherslu sinni á aktívisma, því að standa með þolendum ofbeldis
og vinna bug á þeirri meinsemd sem nauðgunarómenning er fyrir veruleika
kvenna. Einnig má sjá hvernig ólík sýn á kynvitund kvenna hefur orðið til
þess að gríðarleg innri átök og rifrildi hafa sprottið innan hinnar femínísku
hreyfingar sem hefur komið í veg fyrir einingu hennar.
Klámvæðing eða kynlífsbylting:
Hugh Hefner og Playboy-veldið
Úr umhverfinu sem tekið var til greiningar hér að ofan sprettur gred-
du-femínisminn í kringum 2000 en hann hvatti, eins og nafnið gefur til
kynna, konur til þess að fagna óbeisluðum kynlífslöngunum sínum. Emily
Kramer og melinda Callagher stofnuðu vefsíðuna CAKE sem varð mjög
vinsæl þar sem klámi og kynvæðingu var fagnað. CAKE hélt mánaðarleg
partý í new York borg og london þar sem konur áttu að „kanna kynferði
sitt og láta reyna á femínismann með gjörðum sínum.“ Stofnendurnir héldu
því fram að hér væri á ferðinni „ný kynlífsbylting þar sem kynferðislegt jafn-
ræði og femínismi mætast“: Hugh Hefner, stofnandi og eigandi Playboy, var
sagður ein af hetjum hópsins.51
Hefner lést árið 2017 á Playboy-setrinu, í faðmi ástvina sinna. Tíðarand-
inn var augljóslega annar þá en hann er núna aðeins fimm árum síðar, því að
fjölmiðlar ræddu ýmis ,afrek‘ hans, eins og að hafa verið fyrstur til að setja
svarta konu á forsíðu tímarits, þremur árum á undan Vogue eða árið 1971.
Rætt er um hann sem frumkvöðul, hann hafi skapað tímarit sem hafi verið á
undan sínum samtíma hvað varðar ýmis málefni eins og kynþátt, kynferði og
trúarbrögð. Hann er sveipaður goðsögulegum ljóma í minningargreinunum,
rétt eins og í svo mörgum ritum sem fjölluðu um framlag hans til samtíma-
menningarinnar.52 Steven Watts segir til dæmis um Hefner í bók sinni Mr.
Playboy: „líkt og Walt Disney í kvikmyndum, muhammed Ali í íþróttum
eða Elvis Presley í vinsælli tónlist, táknar Hefner persónulegan stíl, fantasíu.
51 Sjá Ariel levy, Female Chauvinist Pigs. Women and the Rise of Raunch Culture, bls.
70–71.
52 Roisin O‘Connor, „Hugh Hefner Created a magazine That Was Decades a Head of
its Time“, Independent, 29. september 2017, sótt 1. mars 2022 af https://www.indep-
endent.co.uk/arts-entertainment/books/features/hugh-hefner-playboy-magazine-ar-
ticles-sex-marilyn-monroe-bunnies-mansion-short-stories-comment-a7972031.html