Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 70
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
69
Til þess að átta sig á orðræðunni sem var í gangi þegar Hefner lést árið
2017 er forvitnilegt að skoða svar Pagliu við því hvort Playboy-stofnandinn
hafi verið kvenhatari en svar hennar er um margt dæmigert fyrir samfélags-
viðhorfin mánuðina áður en metoo-hreyfingin brast á með fullum þunga og
þau viðhorf sem enn einkenna samfélagsumræðuna hjá þeim sem helst er í
nöp við hinar nýju femínísku hreyfingar. Í svarinu má sjá hversu djúp gjáin
er á milli þeirra sem aðhylltust póstfemínisma og aðra bylgjuna: „Algörlega
ekki! Aðalatriðið í viðhorfi mínu til femínisma sem er hliðhollur kynlífi (e.
pro-sex feminism), er að allur fögnuður yfir hinum kynferðislega líkama er
jákvæður. önnur bylgja femínismans fór út af sporinu vegna þess að hún gat
ekki tekist á við erótískar ímyndir, sem hafa verið megineinkenni vestrænnar
listasögu allt frá grískri nekt fram á vora daga.“60
Pamela Anderson var ein af mörgum sem hylltu Hefner í minningar-
grein um hann árið 2017. Þar segir hún meðal annars:
Þú kenndir mér allt sem skiptir máli um frelsi og virðingu. Fyrir
utan fjölskyldu mína varstu mikilvægasta manneskjan í lífi mínu
[…]. Þú sagðir að tímaritið væri um stúlku eins og mig. Að ég væri
ímynd andans sem fantasíur þínar snúast um. Þú varst sú eina.
Sagðir þú. Vertu hugrökk, heyri ég þig segja. Það eru engar reglur.
lifðu lífi þínu, ég er stoltur af þér. Það eru engin mistök. Og ekki
heldur með körlum – njóttu.61
Sumar kvennanna sem búið höfðu á setri Hefners skrifuðu hjartnæmar minn-
ingargreinar um hann og töluðu um hvernig hann hefði breytt lífi þeirra og
„gert þær að því sem þær eru í dag.“ Hann hafi verið óþekkur, umhyggju-
samur leiðbeinandi (e. naughty, avuncular mentor).62 Kim Kardashian og Par-
is Hilton voru einar af þeim mörgu stjörnum sem heiðruðu minningu hans
and Feminism’s Sex Phobia“, The Hollywood Reporter, 2. október 2017, sótt 1. mars
2022 af https://www.hollywoodreporter.com/news/general-news/camille-paglia-
hugh-hefners-legacy-trumps-masculinity-feminisms-sex-phobia-1044769/
60 Sama heimild.
61 Sjá t.d. Stewart Perrie, „Pamela Anderson Sparks Concern Over ´Strange` Hugh
Hefner Tribute“, Lad Bible, 28. september 2017, sótt 1. mars 2022 af https://www.
ladbible.com/news/news-celebrity-pamela-anderson-sparks-concern-over-strange-
hugh-hefner-tribute-20170928.
62 Sjá molly Redden, „Effusive Hugh Hefner Tribute Ignore Playboy Founder‘s
Dark Side“, The Guardian, 29. september 2017, sótt 1. mars 2022 af https://www.
theguardian.com/media/2017/sep/28/hugh-hefner-playboy-founder-91-dark-side