Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 74
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
73
sem eftir er af eilífðinni við hlið marilyn.“75 Þetta vakti skiljanlega töluverða
athygli og tvítaði einn netverji að nú héldi Hefner áfram „að áreita konur
jafnvel í framhaldslífi sínu.“76
Beðmál í borginni: Nýfrjálshyggja eða femínismi?
Fögnuð yfir óbeisluðu kynferði má sjá víða í dægurmenningunni í kringum
aldamótin og í síðari hluta þessarar greinar verður augum sérstaklega beint
að sjónvarpsþáttaröðinni Sex and the City en hún snýst um vinkvennahóp
á fertugsaldri, ástarmál þeirra, sambönd og verslunarferðir.77 Á þriðja ári
hennar býður Samantha jones (Kim Cattrall) vinkonum sínum í Playboy
setrið í þættinum „Sex and Another City“, þar sem þær hitta Hugh Hefner.
Áhugavert er að þættirnir skuli heiðra jafn umdeildan mann eins og Hef-
ner og augljóst er að hann er nokkurs konar átrúnaðargoð Samönthu. Þrátt
fyrir að vinkonurnar eigi illa heima í þessum veruleika, falli ekki inn í hann
og séu að lokum reknar út af vörðum setursins, þá halda þættirnir á lofti
goðsögunni sem sveipar ímynd Playboy-kóngsins og taka mögulega undir
það sjónarmið að hann hafi haft frelsandi áhrif á kynvitund fólks á Vestur-
löndum.
Hentug leið til þess að skoða birtingarmyndir póstfemínismans í sam-
tímamenningunni er að skoða hvernig Sex and the City snýst um getu ein-
staklingsins til þess að móta sjálfsveru sína óháð áhrifum annarra (e. selfgov-
erning), jákvæða sýn á neyslumenningu og viðhorf aldamótakynslóðarinnar
75 „Hugh Hefner Talks About his memories of marilyn monroe“, CBC Los Angeles, 3.
ágúst 2012, sótt 1. mars 2022 af https://losangeles.cbslocal.com/2012/08/03/hugh-
hefner-talks-about-his-memories-of-marilyn-monroe/.
76 Zena Wosniak, „Is it too soon to joke about Hefner making unwelcome advances
at women even in the afterlife?“, Twitter, sótt 1. mars 2022 af https://twitter.com/
creativeswap/status/913534950938353664. Hugmyndin um kynferðisofbeldi sem
nær út fyrir gröf og dauða verður enn grófari þegar haft er í huga að karlinn sem hvílir
í hólfinu fyrir ofan monroe, Richard Poncher, var grafinn á grúfu svo að andlit hans
og monroe sneru saman. Poncher hafði haft leikkonuna á heilanum næstum allt sitt líf
og svona hvílir hann ofan á henni, nánast í trúboðastellingunni. Sjá Stephanie Kaloi,
„An lA Businessman’s last Wish Was To Buried Face Down Above marilyn monroe
And He Got It“, Little Things, 3. febrúar 2022, sótt 1. mars 2022 af https://littlethings.
com/entertainment/los-angeles-businessman-marilyn-monroe/4448547-7. Sjá
einnig Guðrún ósk Guðjónsdóttir, „Sorglegi sannleikurinn á bak við gröf marilyn
monroe“, DV, 6. apríl 2022, sótt 6. apríl 2022 af https://www.dv.is/fokus/2022/04/06/
sorglegi-sannleikurinn-bak-vid-grof-marilyn-monroe/.
77 Sex and the City (1998–2004), sjónvarpsstöð HBO, höf. Darren Star, leikarar, Sarah
jessica Parker, Kim Cattrall, Kristin Davis og Cynthia nixon.