Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 77
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR
76
gegnumsýrandi áhrifum nýfrjálshyggjunnar þar sem áhersla er lögð á bæt-
andi umbreytingarmátt og sjálfsaga sem útskýrir áherslu þáttanna á tísku,
verslunarferðir, snyrtivörur og útlitið almennt. Gill og Sharff ræða sam-
bandið á milli nýfrjálshyggju og póstfemínisma í bók sinni New Feminini-
ties en mikilvægt er að hafa þau tengsl í huga þegar þáttaraðirnar tvær eru
greindar. Bæði nýfrjálshyggja og póstfemínismi mótast af hugmyndinni um
sjálfstæða einstaklinga sem láta ekki undan þrýstingi, eða eru undir áhrifum
af öðrum. Hin sjálfstæða, útsmogna, eiginhagsmunastýrða sjálfsvera ný-
frjálshyggjunnar er því um margt lík hinni virku, sjálfsköpuðu póstfemínísku
sjálfsveru. Gill og Sharff spyrja hvort nýfrjálshyggjan sé þegar bundin við
kyngervi sem sé sérstaklega beint að konum?82
Þótt And Just Like That… sé framleidd tveimur áratugum á eftir Sex and
the City eru áherslurnar um margt enn keimlíkar. Eitt meginviðfangsefni
þáttaraðarinnar er kyngervi í öllum sínum birtingarmyndum og ólíku kon-
urnar ná saman í sameiginlegum áhugamálum, sem eru meðal annars karl-
menn, fatakaup, tíska, barnauppeldi, fasteignakaup, matarboð, heilsa og svo
má sjá hinsegin aktívisma með kynsegin persónunni Che Diaz (Sara Ram-
irez) sem verður elskhugi miröndu. líkt og í Sex and the City er áherslan
á frelsi til að velja, sjálfstæði, einstaklingshyggju og sambönd innan stór-
borgarinnar en konurnar eru þó bundnari við heimilið en áður, fortíðina og
það sem þær hafa þegar valið í lífinu. Che rífur vinkonurnar út úr viðjum
vanans, sérstaklega miröndu, en Che skammar einnig Carrie og afhjúpar
um leið að hin síðarnefnda nær ekki takti ungu kynslóðarinnar. „Þú verður
að fylgja flæðinu eða tröllin munu stimpla þig sem stífa, sískynja konu, gifta
dömu. Það er ekki það sem þú ert.“ Carrie afsakar sig með því að segja
„dagurinn í dag varð svolítið „raunchy““ – og minnir með orðavali sínu á
að hún tilheyrir kynslóð kvenna sem finnur ekki alveg hljómgrunn í grófu
tungumáli unga fólksins um leið og hún grípur til hugtaks sem var kynslóð
hennar tamt.83
Áherslan í Sex and the City er á einhleypu borgarkonuna í neyslusam-
félaginu en vinkonurnar fjórar efast um að hjónabandið svali þörfum þeirra,
fyrir utan Charlotte sem sker sig frá andrúmslofti þáttanna. Þær sjást ekki
sinna heimilisverkum og fara yfirleitt ekki úr háhæluðu skónum eða tísku-
fötunum. löng hefð er fyrir frásögnum af lífi kvenna í borgum og handrits-
höfundarnir voru sér meðvitaðir um bókmenntahefðina sem frásögnin rís
82 Rosalind Gill og Christina Scharff, „Introduction“, New Femininities. Postfeminism,
Neoliberalism and Subjectivity, bls. 7.
83 And Just Like That …, „Hello It‘s me“ (1:1).