Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 82
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
81
vald kvenna og sögðu að því ætti að fagna. Þættirnir taka upp þetta sjónar-
horn og fjalla um það áhyggjuefni samtímans að framakonan velji það að
eignast ekki börn.96 Í þessum skilningi eru þættirnir að bregðast við við-
horfum sem Susan Faludi gerði að rannsóknarefni sínu strax á tíunda ára-
tugnum og koma með nýtt og ferskt viðhorf til einhleypu konunnar. leik-
konan Kristin Davis sem leikur Charlotte segir:
Þættirnir snúast í raun um menningarlega hreyfingu sem við átt-
uðum okkur ekki á í upphafi. Okkar kynslóð og þær konur sem
koma á eftir alast upp við valkosti. Við þurfum ekki að giftast á
ákveðnum aldri, við getum verið framakonur ef við svo kjósum.
mæður okkur höfðu ekki þetta val þegar þær ólust upp […]. Svo ég
held að þættirnir snúist um þetta val og um það að geta skapað þitt
eigið líf eins og þú vilt hafa það.97
Í þættinum „All or nothing“ er tekist opinskátt á við þá spurningu að kon-
urnar standi frammi fyrir vali. Eiga þær að velja sér maka og giftast eða velja
þær að vera einhleypar áfram og vera þannig hluti af vinkvennahópnum?
Samantha er líklega jákvæðasta persóna þáttanna og sú sem stendur næst
boðskap þáttaraðarinnar. Hún stendur yfirleitt fyrir það sem þættirnir virð-
ast miðla og lætur í ljós ráðandi viðhorf þeirra. Hún segir til að mynda við
vinkonur sínar: „Við höfum fengið allt, frábærar íbúðir, frábæra vinnu, frá-
bæra vini, stórkostlegt kynlíf […]. Á mínum aldri var móðir mín búin að
koma sér fyrir með þremur börnum og drykkjusjúkum eiginmanni.“ Carrie
segir: „Þú átt aðeins þrjá drukkna vini“ og Samantha svarar: „ég vel það.“
Carrie stendur í þessum tiltekna þætti frammi fyrir valinu um það hvort hún
eigi að velja hinn kvænta mr. Big eða Aiden sem virðist vera fullkominn
maki. Valið ætti að vera augljóst en Carrie sem heldur við mr. Big, getur
ekki gert upp hug sinn. Hún skrifar í pistli: „Er það mögulegt að við séum
svo spillt vegna valkosta að við getum ekki lengur valið. Hefur Samantha
rétt fyrir sér? Getum við eignast allt?“98
Þættirnir gefa til kynna að líf með maka sé óáhugavert líf, það sé lífvana,
andlaust, ávísun á óhamingju, framhjáhöld og svik, þar sem frama og raun-
verulegum þroska sé fórnað. Þótt líf hinnar einhleypu framakonu sé ekki
fullkomið sé það skárri valkostur, sérstaklega ef hún er einnig grönn, kyn-
96 Sjá t.d. bók Susan Faludi, Backlash. The Undeclared War Against American Women.
97 Amy Sohn, Sex and the City. Kiss and Tell, bls. 44.
98 Sex and the City, „All or nothing“ (10:3).