Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 85
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR
84
lögð er áhersla á sjálfstæði kvennanna gagnvart þeim körlum sem þær
eru að hitta. Charlotte virðist gera mistök í fjórðu þáttaröðinni þegar hún
gefur upp vinnuna sína sem listaverkasali til þess að sinna heimilinu og rét-
tlætir það í nafni þess að þetta sé hennar val. En Charlotte er líklega sú per-
sóna sem stendur fjærst söguhöfundi eða söguvitund þáttanna, vinkonurnar
tala niður til hennar, gera stanslaust grín að henni og draumum hennar.
Þættirnir standa ekki með þeim ákvörðunum sem Charlotte tekur. Hún er
ekki jafn frjáls, sjálfstæð, fyndin og sniðug og stallsystur hennar.
Í sömu þáttaröð hefur Carrie aftur tekið saman við Aiden og upplifir sig
sem svokallaða dauðvona brúði sem grefur enn frekar undan hugmyndinni
um að hamingjuna sé að finna í hjónabandi. Sambandið við Aiden veldur því
að líkami hennar bregst við eins og hann sé veikur. Hann hafnar bæði hring-
num frá Aiden, en hún gubbar þegar hún sér hann óvart, og svo fær hún
útbrot þegar hún mátar brúðarkjól. Það verður henni tilefni til íhugunar:
Þrátt fyrir að samfélag okkar virðist framsækið þá má enn þá sjá
ákveðin markmið sem ætlast er til að við fylgjum, hjónaband, barn-
eignir og að eignast þitt eigið heimili. En hvað ef útbrot brjótast
fram í staðinn fyrir bros? Er eitthvað að kerfinu eða ert það þú? Og
viljum við í raun og veru þessa hluti, eða erum við bara forrituð?107
Þættirnir gefa til kynna að þetta sé síst af öllu það sem sjálfstæð og frjáls
kvenhetja eins og Carrie vill gera, að gifast og eignast börn. Viðbrögðin
við hringnum og kjólnum sanna það. Að vissu leyti gæti líkamlega ástandið
líka snúist um ástina, dregið skýrt fram að þetta sé ekki maður sem hún vilji
giftast. En ef samhengi þáttanna er haft í huga er alltaf eitthvað að sam-
böndum, samfélaginu eða körlum. Það virðast ekki til neinir karlar sem
mæta konum á sama innihaldsríka máta og vinkonurnar gera. Þeir eru ekki
eins áhugaverður félagsskapur og frelsið er of dýrmætt.
Þættirnir varpa ljósi á að sambönd kvenna við karla eru svo flókin að þau
ganga varla upp. Börn sjást nánast ekki í þáttunum og engin af aðalsöguhetj-
unum sýnir börnum nokkurn áhuga nema persónan Charlotte sem þættirnir
líta hornauga. miranda eignast barn í fimmtu þáttaröð. Hún hefur efni á því
að ráða barnfóstru og er því í sérstöðu. Hún virðist ekki hafa neinn tíma með
barninu sínu en þættirnir gera lítið úr því vandamáli og þykjast leysa það.
lögð er áhersla á að miranda muni ekki verða dæmigerð móðir sem tali ein-
107 Sex and the City, „Change of Dress“ (4:15).