Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 90
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
89
Niðurlag
Þrátt fyrir að viðfangsefni þátta á borð við Sex and the City sé sjálfstæða,
sterka konan í nútímasamfélagi sem getur fengið flest allt sem hugurinn
girnist, þá gefa þeir einnig til kynna að konan leiti enn þá að hinni einu
sönnu merkingu í langtímasamböndum. Þó virðast hjónaböndin draga úr
þeim krafti og sjálfstæði sem líf hins einhleypa býður upp á og það virð-
ist varla eftirsóknarvert líkt og sjá má svo greinilega í framhaldsþáttunum
And Just Like That. Charlotte virðist vissulega hamingjusamlega gift en hún
hefur gefið upp ferilinn sinn og er „aðeins“ húsmóðir. Það er vissulega ekki
fordæmt í þáttunum og lítil áhersla er lögð á að hún sé menntuð kona með
bakgrunn í listfræði.124 En Charlotte hefur aldrei verið sú rödd sem mótar
sjónarhorn þáttanna líkt og áður hefur komið fram. miranda hefur einnig
þegar hér er komið sögu gefið upp sinn feril sem lögfræðingur og er ekki
hamingjusöm í sínu hjónabandi. Sjálfsmynd Carrie er fyrst og fremst bundin
við það að hún er nýorðin ekkja og ekki er lögð mikið áhersla á starfsferil
hennar þótt hann sé vissulega til staðar. Þrátt fyrir vandamál kvennanna búa
framhaldsþættirnir til sömu kvenlegu útópíuna eða fantasíuna og sjá má í
Sex and the City sem felst í því að konurnar standa enn saman sem gerir það
að verkum að þær geta mætt erfiðleikum sterkari og vitrari. Það er spurning
hvort slíkir þættir séu að bregðast við samfélagslegri ógn eða þeim kvilla í
nútímanum sem er einmanaleiki.
Í könnun frá 2011 kemur fram að í Bandaríkjunum hafi meðaltalið á
fjölda náinna vina farið frá því að vera þrír niður í tvo.125 Og í könnun frá
2021 kemur fram að Bandaríkjamenn séu meira einmana en þeir voru fyrir
þrjátíu árum og treysti minna á vini sína þegar kemur að andlegum stuðn-
ingi.126 Það hefur einnig komið fram í könnunum að konur séu sá hópur sem
hafi sérstaklega fundið fyrir því að vinahópurinn sé að minnka.127 Það er því
mögulegt að þættir á borð við Sex and the City sem lýsa mikilli og náinni
124 And Just Like That … „Some of my Bests Friends“ (1:4).
125 jeanna Bryner, „Close Friends less Common Today, Study Finds“, LiveScience, 4.
nóvember 2011, sótt 1. mars 2022 af https://www.livescience.com/16879-close-
friends-decrease-today.html.
126 nathan Place, „Americans Have Fewer Friends Than Ever. Survey Shows“, The
Independent, 26. júlí 2021, sótt 1. mars 2022 af https://www.independent.co.uk/life-
style/americans-fewer-friends-survey-b1890794.html.
127 Daniel A. Cox, „The State of American Friendship. Change, Challenge and loss“,
Survey Center on American Life, 8. júní 2021, sótt 1. mars 2022 af https://www.
americansurveycenter.org/research/the-state-of-american-friendship-change-
challenges-and-loss/.