Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 91
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR
90
vináttu á milli kvenna, félagslegri og andlegri samstöðu séu annars vegar
viðbrögð við því að konur í nútímalegu, kapítalísku umhverfi sem vinna alla
daga ásamt því að hugsa um börn og fjölskyldu, nái ekki að rækta merking-
arrík tengsl við vini sína. Þættirnir séu þannig útópísk kvennafantasía sem
minni á mikilvægi vináttu kvenna í heimi sem enn er karlstýrður. Svo gæti
hér einnig verið á ferðinni femínísk hugmyndafræði sem er öðrum þræði
pólitísk og mögulegur undirbúningur fyrir fjórðu bylgjuna. Ef konur læra að
standa saman, deila sögum, reynslu sinni og fá stuðning hver af annarri þá
hafa þær öðlast möguleg tæki og tól til að „rífa niður hús húsbóndans“ eða
jafnvel Playboy-setur hans.128
Á G R I P
Í greininni er farið yfir helstu kenningar í póstfemínískum fræðum og leitast við að
útskýra þær samræður sem fulltrúar slíkra hugmynda telja sig eiga í við fyrri kyn-
slóðir og konur um aldamótin síðustu. leitast er við að draga fram hvernig póst-
femínisminn er hluti af þriðju bylgju femínisma og hvernig hann sem slíkur hefur
áhrif á fjórðu bylgjuna þrátt fyrir að hugmyndaheimur hans geti hljómað annarlega í
ljósi aðgerðarstefnu metoo bylgjunnar. jafnframt er dregið fram hvernig eitt af ein-
kennum femínismans sé samræða og mótþrói við kynslóðina sem kemur á undan.
Farið er sérstaklega í viðhorf stefnunnar til kynfrelsis kvenna, klámvæðing í popp-
menningu er tekin fyrir og uppgjörið við Playboy kónginn Hugh Hefner. Þá er
þáttaröðin Sex and the City greind með hliðsjón af kynvitund, kyngervi og viðhorfum
til einhleypu konunnar um síðustu aldamót. Einnig er framhaldsþáttaröðin And Just
Like That … skoðuð með það í huga að bera saman ólík efnistök þáttanna á daglegu
lífi vinkvennanna á nýjum tímum.
Lykilorð: Póstfemínismi, kynfrelsi, klámvæðing, Sex and the City, Hugh Hefner.
128 „The master’s tool will never dismantle the master’s house“ sagði femínistinn og
aktívistinn Audre lorde á ráðstefnu femínista árið 1979. lorde gagnrýndi kynþátta-
og hinseginhatur innan femínisma hvítra kvenna og lagði áherslu á mismun okkar
og fjölbreytni. Útilokun eigi sér stað innan fræðanna sem sé byggð á grundvelli
„kynþáttar, aldurs, stéttar og kynferðis“. Svartir geti því ekki stuðst við kenningar
sem hafi verið mótaðar af hvítum fræðimönnum og miði við þeirra reynslu og
forréttindi. Sjá t.d. grein lisu Bowleg, „„The maters’s Tool Will never Dismantle
the master’s House“. Ten Critical lessons for Black and Other Health Equity
Researchers of Color“, Health Education and Behaviour 48: 3/2021, bls. 237–249, hér
bls. 237.