Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 94
Guðrún Steinþórsdóttir
Dósafríða, flandrari og hrjáð dóttir
Um Systu megin eftir Steinunni Sigurðardóttur
Svarið við spurningunni um hvort Systa sé til veltur á því um hvað
er spurt. Ef spurt er um fyrirmynd að Systu, þá er hún ekki til
í mínum huga. Ég fann Systu upp. Þannig séð er Systa þá ekki
til. Hins vegar vill svo til að það er kveikja að sögunni um Systu.
Ósamþykkt íbúð í miðbænum sem ég fékk innsýn í. Þannig var að
vinir höfðu keypt hús, og með húsinu fylgdi leigjandi. Ég fékk inn-
sýn í hosílóið. Lofthæð einstaklega lág, eins og í Systukytru. Og
konan í lágu lofthæðinni bjó við kemískt klósett – en einmitt þetta
tvennt finnst Systu tilfinnanlegast í sinni kröppu stöðu – kemíski
fjandinn og lág lofthæðin. Innilokunarkenndin sat í mér. Hvernig
var hægt að hafast við í híbýli þar sem meðalmanneskja á hæð gæti
ekki staðið upprétt.1
Á þessa leið hóf rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir erindi þar sem hún
reyndi að svara því hvort aðalpersóna leiksögunnar Systu megin (2021) væri
til eður ei. Eins og sjá má á orðum hennar er persónan Systa hugarspuni
þótt innlitið í hosíló fátækrar konu hafi verið neistinn sem kveikti bókina.2
Í sögunni fjallar Steinunn ítarlega um hvernig Systu tekst að halda reisn
1 Steinunn Sigurðardóttir, „Er Systa til?“, Málþing, Systa í samastaðarígildinu, Ver-
öld, húsi Vigdísar, 10. mars 2022, sótt 22. maí 2022 af https://livestream.com/hi/
systumegin.
2 Í fyrirlestri Steinunnar kom fram að sagan um Systu hefði lifað með henni frá síð-
ustu aldamótum en frá þeim tíma og þangað til leiksagan kom út hefði sagan „um-
breyst úr smásögu í leikrit, í leiksögu.“ Sjá sömu heimild.
Ritið
2. tbl. 22. árg. 2022 (93-120)
Ritrýnd grein
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.22.2.3
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).