Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 98
DÓSAFRÍðA, FLAnDRARI OG HRjÁð DÓTTIR
97
leiðir ferðin til vaxandi skilnings á sjálfum sér og umhverfi sínu.“11 Orð
Guðna má heimfæra á persónu Systu. Stöðugt flakk hennar um borgina er
sumpart flótti frá erfiðum veruleika en í sömu mund er það þó einnig til-
raun til að skapa ákveðinn stöðugleika í lífinu. Ferðalag Systu um Reykjavík
hefur enda skýran tilgang; hún safnar dósum til að lifa af og forða þannig
sjálfri sér „frá því að vera óbilandi baggi“ (56) á bróður sínum, mömmu og
þjóðfélaginu öllu.
Fátæktin er ástæða þess að Systa hefur þurft að segja skilið við hið hefð-
bundna borgaralega líf. Hún er utangarðs í samfélaginu en um leið sjálfstæð
því hún stjórnar tíma sínum sjálf.12 Frásögn Systu markast eðlilega af því að
hún er efnalítil. Hún lýsir sínum eftirlætis stöðum, sem eru allir utandyra,
en ljóst er að hún unir sér best miðsvæðis í hjarta borgarinnar. Þótt Reykja-
vík sé vissulega borg – jafnt í raunheimi og söguheimi Systu megin – er hún
ekki stórborg á við París, London eða new York þar sem auðvelt er fyrir
flandrara að týnast í mannfjöldanum. Engu að síður tekst Systu að mörgu
leyti að uppfylla skilyrðin fyrir því að geta kallast flandrari. Á óskipulagðri
göngu sinni um borgina reikar hún gjarnan á milli ólíkra áfangastaða í leit
að skjóli til að hlýja sér; til að mynda í Björnsbakaríi á Hringbraut, Bónus á
Granda og Umferðarmiðstöðinni. Sökum fátæktar situr Systa ekki löngum
stundum á kaffihúsum þótt það komi fyrir að hún leyfi sér að kaupa kaffi í
Kaffivagninum á Grandagarði. Allir staðirnir sem Systa heimsækir eiga það
sameiginlegt að nokkuð einfalt er að týnast þar í þeirri merkingu að þeir
eru býsna fjölfarnir; margir fara þar um án þess að staldra lengi við, hvað þá
að fylgjast sérstaklega með næsta manni.13 Þannig getur Systa orðið ein af
fjöldanum og virt fyrir sér ríkulegt mannlífið án þess að tengjast nokkrum
persónuböndum.
Systa er þó ekki eins ósýnileg og hún myndi gjarnan vilja vera. Það þarf
ekki að koma á óvart því í gegnum tíðina hefur staða karla og kvenna sem
flandrarar verið misjöfn en lengi vel var ekki einu sinni fjallað um konur sem
flandrara.14 Það hefur enda verið bent á að konur hafi einatt ekki haft sama
11 Guðni Elísson, „Við sumarlangan veginn. Hjartastaður og vegafrásagnir“, bls. 96.
Máli sínu til stuðnings vísar Guðni í valin ljóð Steinunnar úr ljóðabókunum Hugástir
(1999), Kúaskítur og norðurljós (1991) og Kartöfluprinsessan (1987).
12 Sbr. Viðar Hreinsson, „Systa í samastaðarígildinu“, Málþing, Systa í samastaðarí-
gildinu, Veröld, húsi Vigdísar, 10. mars 2022, sótt 22. maí 2022 af https://livestream.
com/hi/systumegin.
13 Í lýsingu á Bónusferðum Systu er sérstaklega tekið fram að: „Þar [megi] ylja sér
ótakmarkað og enginn fylgist með.“ (11)
14 Sjá til dæmis janet Wolff „The Invisible Flâneuse. Women and the Literature of