Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 99
GUðRÚn STEInÞÓRSDÓTTIR
98
frelsi og karlarnir til að fara óhindrað um borgina, reika stefnulaust á milli
staða eða láta sig hverfa í fjöldann. Konur eigi nefnilega frekar á hættu að
verða fyrir ofbeldi á götum úti auk þess sem þær séu stöðugt undir hinu kar-
læga augnaráði (e. male gaze) sem meti bæði líkama þeirra og framkomu.15
Þótt karlinn sé hvergi nærri konunni hvílir hið kynjaða augnaráð ávallt á
henni hvert sem hún fer og hvar sem hún er eða eins og rithöfundurinn
Margaret Atwood orðar það: „[…] það er alltaf verið að kíkja á þig gegnum
skráargatið, gegnum skráargatið í höfði þínu ef ekki annars staðar. Þú ert
kona með karl í höfðinu sem er að horfa á konu. Þú ert þinn eigin glápari.“16
Systa finnur svo sannarlega fyrir þessu óþægilega glápi en það er þó ekki
eingöngu til komið vegna þess að hún er kona heldur skiptir líka máli að
hún er fátækur dósasafnari. Á ferðalagi sínu um borgina dregur hún á eftir
sér vagn þar sem hún kemur dósunum fyrir en því sést bersýnilega utan á
henni að hún tilheyrir lægstu stétt samfélagsins. Flandur Systu um borgina
kemur sem sagt ekki til af góðu en hún er meðvituð um að víða er nær-
veru hennar ekki óskað; til dæmis í verslunum Kringlunnar. (162) Fátæktin
hefur auk þess þau áhrif að í augum sumra borgarbúa og nánustu fjölskyldu
er Systa greinilega óþægilegur aðskotahlutur í borginni, einstaklingur sem
ekki á að láta sjá sig á götum úti. Þannig er því til að mynda lýst að jólafólk
„gjóar vanþóknunaraugum“ (16) á hana og stallsystur hennar Lóló, sem er
einfættur alkóhólisti, þegar þær sitja saman í strætóbiðskýli á aðfangadag en
ein konan úr hópnum segir beinlínis: „Svona lýður eins og þið eigið ekkert
með að teppa biðskýlin fyrir farþegum.“ (17) Brósi, bróðir Systu, kallar hana
Modernity“, Theory, Culture and Society 3/1985, bls. 37–46 og Lauren Elkin, Flâ-
neuse. Women Walk the City in Paris, New York, Tokyo, Venice, and London.
15 Elfriede Dreyer og Estelle McDowall, „Imagining the flâneur as a woman“, bls.
39–40 og Arnav Adhikari, „The Case for the Flâneuse“, The Atlantic, 2. mars 2017,
sótt 26. maí af https://www.theatlantic.com/entertainment/archive/2017/03/recla-
iming-the-cityscape-for-women/517629/?fbclid=IwAR2bHcPgjOkzhf2Zi1UIo-
yvUukDb0c4DLQ_PEloReahGi2OF1nKofrlnCk0. Í þessu samhengi má nefna að
ýmsir íslenskir kvenrithöfundar, þar á meðal Steinunn Sigurðardóttir, hafa í skáld-
skap sínum lýst ótta kvenna um að á þær verði ráðist af körlum þegar þær ganga
einar heim að kvöld- eða næturlagi. Sjá nánar umfjöllun Soffíu Auðar Birgisdóttur,
„Þessi tvífætta villibráð“, Fléttur V. #METOO, ritstjórar Elín Björk jóhannsdóttir,
Kristín I. Pálsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan og
RIKK, 2020, bls. 33–55.
16 „You are a woman with a man inside watching a woman. You are your own voyeur“.
Tilvitnunin og þýðing hennar er hér höfð eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, „Ásta verð-
ur til. Um ímynd og höfundarvirkni Ástu Sigurðardóttur“, Ástusögur. Líf og list Ástu
Sigurðardóttur, ritstjórar Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmunds-
dóttir, Reykjavík: Lesstofan, 2021, bls. 18–52, hér bls. 31.