Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 103
GUðRÚn STEInÞÓRSDÓTTIR
102
Systu gekk „[í]skyggilegur samansaumur“ (156) móðurinnar „svo langt að
það átti að vera slátur helst í alla mata“ (156) auk þess sem „hún frysti einn
tíunda úr rabbarbaralegg, ef hann skyldi hafa gengið af.“ (117) Þótt faðir
barnanna og móðursystir hafi reynt að koma með mat inn á heimilið dugði
það ekki til því matníska móðurinnar hafði þær afleiðingar að systkinin voru
langsoltin og vannærð „á köflum rösul og gríðarlegar hornasir. Alltaf grind-
horuð eins og gefur að skilja og gerðu jafnvel skólalæknar“ (158) athuga-
semdir við holdafar beggja; sem virtust þó ekki hafa skilað sér til barna-
verndar. Opinbera kerfið brást því systkinunum; vitneskjan um vanræksluna
var fyrir hendi en ekkert var gert til að bjarga börnunum úr óheilbrigðum
aðstæðum.
Vanræksla móðurinnar skín einnig af sinnuleysi hennar í garð barnanna
og skorti á atlotum en hún snerti aldrei Systu eða faðmaði þegar hún var að
alast upp hvað þá að hún hrósaði henni eða hvetti áfram. Hún var yfirgengi-
lega stjórnsöm og brást vanalega illa við þegar faðirinn reyndi að sinna börn-
unum. nærvera móðurinnar var sem sagt taktlaus og truntuleg nema á að-
fangadagskvöldum en þá var hún með „alskásta móti … allt að því normal“
(28) svo vitnað sé í frásögn Systu. Þrátt fyrir góðmennsku föðurins virðast
foreldrarnir ekki hafa haft fyrir því að gefa börnum sínum nöfn en í leik-
sögunni ganga þau ætíð undir gælunöfnunum Systa og Brósi. nafnleysið er
því enn eitt dæmið um vanræksluna. Til að toppa áhugaleysi móðurinnar
kemur einnig fram að hún man hvorki hvað Systa er gömul né hvaða dag
hún er fædd þótt hún telji að það hafi verið í nóvember; í eilífum sudda.24
Móðir systkinanna minnir á vondar mæður úr hrollvekjum sem eiga það
sameiginlegt að vera bæði drottnunargjarnar og ráðríkar gagnvart börnum
sínum.25 Í sömu mund er hún dæmi um mömmu sem gefur ekkert af sér,
24 Steinunn Sigurðardóttir, Systu megin, bls. 68. Þess má geta að umfjöllunin um van-
rækslu Systu og Brósa minnir í ýmsu á aðbúnað barnanna sem greint er frá í Sólskins-
hesti en þar er þó lögð meiri áhersla á að lýsa æsku persóna en í Systu megin. Þegar
systkinin í Sólskinshesti, Lilla og Mummi, alast upp eru foreldrar þeirra uppteknir í
vinnu sinni sem læknar og hafa lítinn sem engan áhuga á börnum sínum. Sú eina
sem þeim sinnir er þýska húshjálpin Magda en þegar hún er óvænt látin fara sér
Lilla sig knúna til að taka við starfi hennar, þrífa húsið, þvo þvottinn og hugsa bæði
um sjálfa sig og ungan bróður sinn. Í sögunni kemur auk þess fram að foreldrarnir
hafa ekki haft fyrir því að nefna dóttur sína, hún er einatt kölluð Lilla þangað til að
æskukærastinn gefur henni nafnið Lí. Sbr. Steinunn Sigurðardóttir, Sólskinshestur,
Reykjavík: Mál og menning, 2005.
25 Barbara Creed, The Monstrous–Feminine. Film, feminism, psychoanalysis, London
og new York: Routledge, 1993, bls. 139. Í þessu samhengi má til dæmis minnast
mammfreskjanna í hrollvekjunum Psycho (1960), Carrie (1976) og Friday the 13th