Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 108

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 108
DÓSAFRÍðA, FLAnDRARI OG HRjÁð DÓTTIR 107 minnir á draugahús sem lesendur kannast við bæði úr hrollvekjum og got- neskum sögum.39 Eins og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir hefur bent á þá fjalla „sögur um reimleikahús […] nánast alltaf um eitthvað úr fortíðinni sem ásækir íbúa hússins“40 enda er heimilið staður minninga. Leyndarmál Fjólugötunnar – eða draugar fortíðarinnar – hverfast vitaskuld um fjöl- skylduhryllinginn; kúgun móðurinnar og valdbeitingu. Það er því skiljanlegt að Systa forðist heimsóknir þangað; hún vill ekki ýfa upp sárar minningar og endurupplifa alla þá vanlíðun sem þeim fylgir. Kjallaraíbúð Systu er fullkomin andstæða æskuheimilisins með tilliti til íburðar og þæginda því þótt hún hafi lagt sig fram við að gera hana vistlega er hún afar bágborin og laus við öll nútímaþægindi. Hún segist ekki vilja kalla samastaðarígildi sitt „holu eða helli eða líkkistu til að gera ekki lítið úr því sem það þó er“ (55) en engu að síður endurspegla slíkar nafngiftir óþægilega vel híbýli hennar og innlokunarkenndina sem hlýtur að skapast í rými með lágri lofthæð og óopnanlegum glugga. Viðurnefnin minna einn- ig einum þræði á stöðu persónunnar í samfélaginu; hún býr við frumstæðar aðstæður og tilheyrir lægstu stéttinni sem samfélagið hefur sameinast um að fela undir yfirborðinu (eða jafnvel ganga fram af dauðri) með skorti á sam- kennd og bjargráðum.41 Þótt samastaður Systu sé vart fólki bjóðandi kýs hún hann fram yfir að flytja aftur í hryllingshús bernskunnar, ætti hún þess kost, til að viðhalda sjálfstæði sínu því eins og hún segir sjálf: „Það væri miklu skárra að mega vera myrtur eins og venjulegt lík, í eitt skipti fyrir öll, heldur en að flytja á Fjólugötuna.“ (147, leturbreyting mín) Orð Systu magna hryll- inginn sem einkennir híbýli móðurinnar en í anda gotneskrar hugsunar má segja að þar leynist hætturnar við hvert fótmál, gæti fólk ekki að sér, auk þess sem dauðinn og missirinn séu þar miðlæg.42 Tíminn á Fjólugötunni stendur 39 Draugahúsið er eitt algengasta minni hrollvekja og gotneskra sagna sbr. til dæmis David Punter og Glennis Byron, The Gothic, Malden, Oxford og Victoria: Blackwell Publishing, 2004, bls. 259–262. Um skelfilegan stað í hryllingsmyndum sjá til dæmis Carol Clover, „Karlar, konur og keðjusagir. Kyngervi í nútíma hryllingsmyndum“, þýðing Úlfhildur Dagsdóttir, Áfangar í kvikmyndafræðum, ritstjóri Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið, 2003, bls. 357–394, hér bls. 365–366. 40 Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, Húsið og heilinn. Um virkni reimleikahússins í The Shining og þremur íslenskum hrollvekjum, ritgerð lögð fram til doktorsprófs, Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, 2020, bls. 8. 41 Í þessu samhengi má benda á samsvörun Systu megin við suður-kóresku kvikmyndina Parasite (2019, leikstjóri Bong joon-Ho). Myndin fjallar um bláfátæka fjölskyldu í Seoul en stéttarstöðu hennar er gerð mjög augljós myndræn skil með því að beina sjónum áhorfenda að kjallaraíbúðinni sem hún býr í. 42 Hér er vitnað til orða Guðna Elíssonar en samkvæmt honum snýst gotnesk hugsun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.