Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 116
DÓSAFRÍðA, FLAnDRARI OG HRjÁð DÓTTIR
115
fórna öllu fyrir hann; hætta flandrinu um borgina og „finna leið til að land-
hreinsa [sig] af götunum.“ (150)
En hvert á fátæk kona að leita sem engan stuðning hefur frá fjölskyldu
sinni eða hinu opinbera? Í sögunni býðst Systu að koma í varanlega vinnu-
dvöl á Kvennabrekku þar sem erlendar konur vinna undir stjórn Ketils for-
stjóra. Fyrir fátækling er tilboð Ketils kannski lokkandi: Húsnæðið „[m]jög
vel upphitað, aldrei undir nítján gráðum.“ (20) „Fimmtán mínútna kaffihlé
að morgni, fjörutíu og fimm mínútur í hádegismat, heit súpa, fimmtán mín-
útna síðdegiskaffi, og klukkustundar matarhlé með fullkominni máltíð að
kvöldi. næturhvíld sjö og hálfur tími.“ (112) En boðið er þó of gott til að
vera satt enda er það ávísun upp á frelsissviptingu eins og Systa er raunar
meðvituð um.64 Á heimilinu er konum ætlað að sinna hlutverki vinnukvenna
til hins ítrasta því unnið er alla daga og líka eftir kvöldmat „til að ná nægum
afköstum.“ (113) Launin kvennanna eru lág en 60% af þeim eru dregin frá
til að greiða viðurværis-pakka; húsaleigu, rafmagn og mat. Starfið er alfarið
innandyra og orkar sem fangelsisvist því eini frítími kvennanna er „[k]lukku-
tíma bæjarleyfi á sunnudagseftirmiðdögum.“ (20) Ekki kemur fram í hverju
starfið felst nákvæmlega eins og er undirstrikað á írónískan máta með sjö
blaðsíðna starfssamningi á taílensku sem Systu er ætlað að undirrita.
Vinnuharkan og innilokunin sem einkenna starfsemina á Kvennabrekku
geta minnt á stöðu kvenna í fortíð og nútíð. Hefðbundin húsmóður- og
móðurhlutverk voru algengasta staða þeirra í hinum vestræna heimi langt
fram eftir 20. öldinni. Á þeim tíma var heimilið vinnustaður kvenna en allan
sólarhringinn, allt árið um kring, voru þær bundnar við stjórnun þess og
barnauppeldi. Verkefnum konunnar var aldrei lokið en ætlast var til þess
að hún væri sífellt til staðar fyrir eiginmann sinn og börn.65 Vegna þess hve
mikill tími fór í húsverk og uppeldi höfðu húsmæður hvorki rými né tíma til
að sinna sjálfum sér eða gera vitsmunalegar uppgötvanir.66 Frelsi þeirra var
64 Tilboð Ketils á sér ákveðna samsvörun við hrollvekjuhefðina en eins og Sigrún Mar-
grét Guðmundsdóttir hefur fjallað um er það lykilatriði í reimleikahússögum að læsa
sögupersónur inni í húsum svo þær komist ekki aftur út en í því skyni er oft unnið
með bágan fjárhag þeirra. Hún bendir jafnframt á að þegar persónum býðst hús-
næði sem er of gott til að vera satt – til dæmis vegna þess að það er á svo hagstæðum
kjörum – er það oftast raunin. Sjá Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, „Tveggja hæða
hús á besta stað í bænum. Um Húsið eftir Egil Eðvarðsson“, Ritið 2/2019, bls. 135–
172, hér bls. 142–143.
65 Helga Kress, „Um konur og bókmenntir“, Draumur um veruleika. Íslenskar sögur um
og eftir konur, Helga Kress sá um útgáfuna, Reykjavík: Mál og menning, 1977, bls.
11–35, hér bls. 12–13.
66 Á þetta benti rithöfundurinn Virginia Woolf strax í fyrstu bylgju femínisma í grund-