Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 120
DÓSAFRÍðA, FLAnDRARI OG HRjÁð DÓTTIR
119
Ú T D R Á T T U R
Leiksagan Systu megin (2021) eftir Steinunni Sigurðardóttur segir frá bláfátæku
utangarðskonunni Systu sem dregur fram lífið með dósasöfnun og á að baki erfiða
og flókna æsku. Í þessari grein er sjónum beint að Systu og þeirri höfnun sem hún
má þola, jafnt í víðu samhengi og þröngu sem og í fortíð og nútíð. Rætt er um per-
sónuna sem flandrara og fjallað um þá samfélagslegu útskúfun og skömm sem hún
upplifir vegna fátæktar. Sérstaklega er skoðað hvernig samfélagið og fjölskyldutengsl
Systu hefta frelsi hennar og ýta undir að hún gegni tilteknum hlutverkum. Þá er
einnig gerð grein fyrir því hvernig Steinunn nýtir sér ýmis einkenni hrollvekju-
hefðarinnar til að varpa ljósi á vanræksluna sem Systa má þola af hálfu móður sinnar
og dregið fram hvernig afleiðingar áfalla í bernsku geta haft langvarandi áhrif á líf
einstaklings.
Lykilorð: Steinunn Sigurðardóttir, Systu megin, vanræksla, dóttur-móður samband,
tráma, hrollvekja, flandrari, fátækt
A B S T R A C T
Canbeauty, a flâneuse and a neglected daughter
On Systu megin by Steinunn Sigurðardóttir
The playnovel Systu megin (2021) by Steinunn Sigurðardóttir tells the story of Systa
an outsider, who makes ends meet by collecting cans and has a difficult and com-
plicated childhood behind her. This article discusses Systa and the rejection she
can endure, both in a broad and narrow context as well as in the past and present.
The character as a flâneuse is discussed as well as the social ostracism and shame she
experiences due to poverty. A special focus is put on how the society and Systa’s
family limit her freedom and push her to play certain roles. The article also explains
how Sigurðardóttir uses various characteristics of the horror tradition to shed light
on the neglect that Systa can endure from her mother and highlights how the con-
sequences of trauma in childhood can have a long-lasting effect on a person’s life.
Keywords: Steinunn Sigurðardóttir, Systu megin, neglect, daughter-mother relation-
ship, trauma, horror, flâneuse, poverty
Guðrún Steinþórsdóttir
doktor í íslenskum bókmenntum
gudrunst@hi.is