Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 127
ARnFRÍðUR GUðMUnDSDóTTIR
126
fyrir þessari niðurstöðu í bókinni Beyond God the Father. Toward a Philosophy
of Women’s Liberation sem kom upphaflega út árið 1973.18 Þetta er sennilega
þekktasta bók Daly, en í henni segist hún hafa tekið skrefið frá því að vera
endurbótasinni (e. reformist) til þess að verða róttækur (e. radical) femínisti
en einnig eftir-kristin (e. post-Christian).19
Líkt og Valerie Saiving hafði gert í grein sinni um mannlegar aðstæður
út frá femínísku sjónarhorni, færir Daly rök fyrir því að reynsla kvenna hafi
markvisst verið útilokuð við mótun kristinna kenninga og að konum hafi
beinlínis verið meinað að nefna (e. name) sig sjálfar, heiminn og Guð. Þann-
ig hafi valdinu sem felst í nafngjöfinni (e. the power of naming) verið stolið frá
konum.20 Þar að auki hafi útskúfun feðraveldisins á konum og reynslu þeirra
leitt til þess að konur urðu ónæmar fyrir spurningum sem byggðar voru á
þeirra reynslu. Með orðum Daly þýðir þetta að konur hafi í raun og veru
orðið ónæmar á eigin reynslu (e. women have been unable even to experience our
own experiences).21 Daly sér dæmi um þessa útilokun kvenna í kristnum hug-
myndum um Guð, sem nær alltaf er karlkyns, en ekki síður í fræðunum um
Jesú Krist.22 Kjarni vandamálsins sem Daly segist kristallast í hugmyndinni
um Guð-manninn (e. the God-man) og hún kallar líka Guð-karlinn (e. God-
male), er einmitt karlkyn Jesú Krists. Að mati Daly hefði Guð átt að verða
kona til þess að afhjúpa feðraveldið og kúgun þess á konum.23 Þvert á móti
hafi karlkyn Jesú Krists orðið til þess að festa feðraveldið í sessi þar sem það
sýni fram á að ef Guð sé karl, þá hljóti karlinn að vera Guð (e. if God is male,
then the male is God).24
Ekki komust allir femínískir guðfræðingar að sömu niðurstöðu og Mary
Daly. Vegna þess að þær völdu að vinna að breytingum innan frá, án þess
að segja skilið við kristna kirkju og trúarhefð, flokkuðust þær sem endurbó-
tasinnar frekar en róttækir femínistar, eins og Daly. Engu að síður þurftu
þær að svara því af hverju þær vildu tilheyra trúarstofnun eða -hefð sem
annað hvort töldu konur vera annars flokks, eða að minnsta kosti létu það
18 ný útgáfa, með nýjum inngangi (With an Original Reintroduction by the Author),
Boston: Beacon press, 1985.
19 Daly, Beyond God the Father, bls. xiii.
20 Sama heimild, bls. 8.
21 Sama heimild, bls. 12.
22 Sem á íslensku kallast kristsfræði, en á ensku Christology.
23 Daly, Beyond God the Father, bls. 72.
24 Sama heimild, bls. 19.