Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 128
FITJAð Upp Á nýTT
127
viðgangast að konur væru settar skör lægra en karlar.25 Þær bentu gjarnan á
mótsögnina sem felst í ofríki karla annars vegar og viðurkenningu gyðing-
kristinnar trúarhefðar á fullri mennsku kvenna hins vegar, til dæmis þegar
rætt var um rétt kvenna til prestvígslu. Staðhæfinguna um fulla mennsku
byggðu þær á frásögninni af sköpun mannsins, karlsins og konunnar, í mynd
Guðs (l. imago dei) í 1. kafla 1. Mósebókar, þar sem segir: „Og Guð skap-
aði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann
skapaði þau karl og konu“ (v. 27).26 Væru konur meðhöndlaðar sem annars
flokks í kerfi sem raðar körlum og eiginleikum sem eignaðir eru körlum
ofar konum og því sem tengist lífi þeirra, væri gert lítið úr staðhæfingunni
um jafna stöðu konunnar og karlsins frammi fyrir Guði, sem liggur meðal
annars til grundvallar kristnu skírnarritúali.27 Til að styðja jafnréttiskröfu
sína vitnuðu femínískir guðfræðingar tíðum í forna skírnarjátningu sem er
að finna í 3. kafla Galatabréfins, en þar segir:
Þið öll, sem eruð skírð til samfélags við Krist, hafið íklæðst
Kristi. Hér er hvorki Gyðingur né annarrar þjóðar maður, þræll né
frjáls maður, karl né kona. Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú (v. 26–27).28
Hvað með konurnar?
Femínísku guðfræðingarnir létu sér ekki nægja að gagnrýna karlaslagsíðu
kristinnar trúarhefðar (að meðtöldum ritum Biblíunnar) heldur lögðu líka
áherslu á að finna konurnar sem ekki var pláss fyrir í sögu karlanna (e. his-
25 pamela Dickey Young, Feminist Theology/Christian Theology. In Search of Method,
Minneapolis: Fortress, 1990, bls. 62–63.
26 Það er langt frá því að karlguðfræðingar hafi alltaf verið sannfærðir um að konan sé
sköpuð í mynd Guðs til jafns við karlinn. Dæmi um guðfræðinga sem höfnuðu því
að konan og karlinn séu sköpuð jöfn, eru Ágústínus kirkjufaðir (354–430) og Tómas
frá Aquino (1225–1274). Sjá: Arnfríður Guðmundsdóttir, Meeting God on the Cross.
Christ, the Cross, and the Feminist Critique, new York: Oxford University press, 2010,
bls. 9.
27 Elizabeth A. Johnson, She Who Is: The Mystery of God in Feminist Theological Disco-
urse, new York: Crossroad, 1992, bls. 75.
28 Þó að ekki sé talað um kynhneigð í þessum texta er ljóst að réttindabarátta hin-
segin fólks hefur verið á dagskrá í femínískri guðfræði frá upphafi. Femínískir guð-
fræðingar bentu ekki aðeins á að alltaf hafi verið gengið út frá grundvallarjafnrétti
í skírninni sem var frá upphafi ætluð öllum, óháð kyni, kynþætti, stétt eða hverju
því sem greinir fólk að. Þá töldu þær mikilvægt að halda því til haga að innan hins
gyðing-kristna samfélags tók skírnin við af umskurninni hjá gyðingum, sem var að-
eins ætluð drengjum.