Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 129
ARnFRÍðUR GUðMUnDSDóTTIR
128
story).29 Þessi sögulega endurheimt (e. retrieval) snérist um að endurskoða þá
texta sem voru fyrir hendi sem og viðtekna túlkun þeirra en einnig að leita
að heimildum um fleiri konur og áður óþekktum textum eftir konur. Mark-
miðið var að segja sögu kvenna og leyfa röddum þeirra að heyrast í þeim
tilgangi að sýna fram á að konur hafi ekki bara verið áhorfendur heldur líka
virkir þátttakendur að því marki sem aðstæður leyfðu.30
Við leitina komu fram í dagsljósið upplýsingar um fjölda kvenna sem
breyttu hugmyndum um þátttöku kvenna í sögunni. Hér er fyrst að nefna
konurnar sem sagt er frá í bókum Biblíunnar og höfðu áður fengið litla at-
hygli. Flestar þeirra hafa ekki nafn, en eru eiginkonur, mæður, systur eða
dætur karlanna sem þar eru í aðalhlutverkum. Aðrar eru sannarlega þátttak-
endur í sögunni sem verið er að segja þó að þær hafi fallið í skugga karlanna,
með örfáum undantekingum þó. Dæmi um konur sem hafa deilt sviðsljósinu
með körlunum eru Eva og María móðir Guðs, sem báðar hafa verið gerðar
að staðalmyndum, sú fyrri táknmynd tálkvendisins, en hin síðari ímynd
dyggðugu konunnar, móðir og meyja, og því ómöguleg fyrirmynd annarra
kvenna.31 Þannig er María fyrirmyndin sem aðrar konur eru hvattar til að
líkja eftir, um leið og þær eru þær minntar á hversu langt þær eru frá því að
geta fetað í fótspor hennar. Auk kvennanna í Biblíunni var áhersla lögð á að
finna heimildir um konur í kirkjusögunni, en líka texta sem þær skildu eftir
sig. Um var að ræða konur sem skáru sig úr af ýmsum ástæðum en margar
náðu að afla sér dýrmætrar menntunar sem valdefldi þær og gerði þær um
leið hættulegar í augum fulltrúa feðraveldisins. Af þeim sökum var enn meiri
ástæða til að þagga niður í þeim og þurrka út öll ummerki um þær.
Konurnar í Jesú-hreyfingunni
Það voru konur í bókum nýja testamentisins sem fengu mesta athygli á
fyrstu árum femínískrar guðfræði. Annars vegar var um að ræða konur sem
tilheyrðu hreyfingunni sem myndaðist í kringum Jesú frá nazaret og hins
vegar þær sem gegndu leiðtogahlutverkum á fyrstu árum kristinnar kirkju
og talað er um í bréfum páls postula.32 Samkvæmt Lúkasarguðspjalli tóku
29 Carr, Transforming Grace, bls. 10.
30 Lynn Japinga, Feminism and Christianity. An Essential Guide, nashville, Abingdon
press, 1999, bls. 26–27.
31 Daly, Beyond God the Father, bls. 60.
32 Á áttunda og fyrrihluta níunda áratugarins var mikil áhersla lögð á að sýna fram á
hvernig boðskapur og athafnir Jesú frá nazaret, eins og þeim er lýst í guðspjöllum
nýja testamentisins, styddu réttindabaráttu kvenna. Rómversk-kaþólskur guðfræð-