Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 130
FITJAð Upp Á nýTT
129
konur ekki aðeins þátt í starfinu og heldur eru líka nafngreindar konur sem
styrktu starfið með „fjármunum sínum“ (Lúk 8.1–3).33 Þá voru konur fyrstu
upprisuvottarnir, en í öllum guðspjöllunum er sagt frá konunum sem fyrstar
fluttu fréttir af tómri gröf.34 Þetta er sérstaklega merkilegt þar sem konur
voru almennt ekki teknar trúanlegar í samfélaginu og gátu þess vegna ekki
borið vitni fyrir dómstólum. Í tveimur af fjórum guðspjöllum kemur fram að
lærisveinarnir hafi ekki trúað konunum þegar þær sögðu frá tómu gröfinni
og í Lúkasarguðspjalli segir að það hafi verið af því að þeir „töldu orð þeirra
markleysu eina“ (Lúk 24.11).35
Í bréfum nýja testamentisins, sem mörg eru að öllum líkindum eldri en
textar guðspjallanna, er sagt frá starfinu í frumkirkjunni á síðari hluta 1. ald-
ar. Þó að konur hafi samkvæmt þessum heimildum gegnt leiðtogahlutverk-
um innan fyrstu kristnu safnaðanna, og verið djáknar, postular og spámenn,
hefur farið lítið fyrir frásögum af þessum konum í kristinni trúarhefð.36 Í
niðurlagi Rómverjabréfsins, þar sem páll postuli kveður söfnuðinn, tiltekur
hann meðal annars Föbe, prisku og Júníu, sem hann þakkar fyrir mikil-
vægt og ósérhlífið starf í nafni trúarinnar.37 En þrátt fyrir að vitnisburður
um þessar konur sé meðal elstu texta nýja testamentisins, var snemma farið
að efast um rétt kvenna og getu til að vera leiðandi í starfi hinnar nýju trúar-
hreyfingar. Í þessum sömu textum er að finna efasemdir og jafnvel kröfur
um að konur héldu sig til hlés, eins og til dæmis í fyrra bréfi páls postula
til safnaðarins í Korintu, þar sem segir að konur skuli þegja á safnaðarsam-
komum og ef þær vilji fræðast um eitthvað, þá skuli þær spyrja eigin-
ingur, Leonard Swidler að nafni, skrifaði grein sem kom út árið 1971, með fyrir-
sögninni „Jesus Was a Feminist“. Greinin kom út 1971 og var með allra fyrstu text-
unum sem tilheyrði svokölluðum „Jesus-the-Feminist Writings“ (Leonard Swidler,
„Jesus Was a Feminist“, Catholic World 1971, bls. 177–183).
33 Jane Schaberg, „Luke“, The Women‘s Bible Commentary, bls. 275–292, hér 286–288.
34 Upprisufrásögurnar eru í Matt 28.1–10; Mrk 16.1–10; Lúk 24.1–11; Jóh 20.1–18.
35 Í 15. kafla 1. Korintubréfs (sem er að öllum líkindum eldri texti en guðspjöllin) telur
páll postuli bara upp karla sem voru upprisuvottar, en þar segir meðal annars: „...að
hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf. Því næst birtist hann meira en fimm hundruð
bræðrum í einu sem flestir eru á lífi allt til þessa en nokkrir eru sofnaðir. Síðan birtist
hann Jakobi, því næst postulunum öllum. En síðast allra birtist hann einnig mér, eins
og ótímaburði“ (v. 5 –8).
36 Sjá til dæmis: Karen Jo Torjesen, When Women were Priests. Women‘s Leadership in
the Early Church & the Scandal of their Subordination in the Rise of Christianity, San
Francisco: Harper San Francisco, 1993.
37 Beverly Roberts Gaventa, „Romans“, The Women‘s Bible Commentary, bls. 313–320,
hér 319–320.