Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 132
FITJAð Upp Á nýTT
131
ískrar biblíutúlkunar á 9. áratug síðustu aldar.42 Hún taldi að forsendur fyrir
slíkri túlkun væru breytt viðmið (e. a shift in paradigm) í nálgun að textum
Ritningarinnar. Breytingin fólst í því að hætta að líta á textana sem goðsögu-
lega frumgerð (e. mythological archetype) sem hefði kennivald, alls staðar og
alltaf, óháð því sögulega samhengi sem þeir urðu til í. Slík nálgun útilokaði
alla gagnrýni og bauð því bara upp á tvo kosti, annað hvort að samþykkja
þá eins og þeir voru eða hafna þeim.43 Í stað þess sagði Fiorenza mikilvægt
að sjá textana sem sögulega fyrirmynd (e. historical prototype), sem mætti gagn-
rýna og að konur gætu fundið til samkenndar með konum í Biblíunni í sinni
eigin baráttu fyrir réttlæti og frelsi.44 Fiorenza vildi einmitt gera reynslu
kvenna af baráttu þeirra fyrir auknum réttindum að mælikvarða á gagnrýna
túlkun (e. hermeneutical criterion) kvenna á textum Ritningarinnar, þar sem
gengið væri út frá því að orð Guðs annar vegar og kúgun og misnotkun hins
vegar, gæti aldrei farið saman.45 Tilgangur gagnrýninnar endurskoðunar á
þessum textum væri númer eitt að rjúfa þögnina sem ríkt hefði um konurnar
í Biblíunni og binda endi á ósýnileika þeirra. Verkefni Fiorenzu í bók hennar
In Memory of Her. A Feminist Theological Reconstruction of Christian Origins
(1983) er dæmi um slíka endurskoðun, þar sem viðfangsefnið er viðteknar
hugmyndir um samsetningu nánasta vinahóps Jesú frá nazaret samkvæmt
guðspjöllum nýja testamentisins og vanmetið hlutverk kvenna í starfi frum-
kirkjunnar á síðari helmingi 1. aldar.46
Sá gamlatestamentisfræðingur sem hafði haft hvað mest áhrif á femíníska
guðfræðiumræðu á síðustu áratugum 20. aldar var phyllis Trible (1932), en
hún er best þekkt fyrir bækur sínar God and the Rhetoric of Sexuality (1978) og
Texts of Terror. Literary-Feminist Readings of Biblical Narratives (1984). Með
bók sinni um ofbeldissögur í Gamla testamentinu vildi Trible vekja athygli
á sögum sem um aldir voru sniðgengnar, en megintilgangur hennar var að
sýna fram á að ofbeldi gegn konum hefði þrifist í samfélögum sem byggðu á
hugmyndafræði feðraveldisins, ekki bara um aldir heldur árþúsundir. Ein af
sögunum fjallar um samskipti Tamar, dóttur Davíðs konungs og hálfbróður
42 Arnfríður Guðmundsdóttir, „Ritningin og kvennagagnrýnin. Kenningar Elisa-
beth Schüssler Fiornezu um ritninguna og túlkun hennar“, Ritröð Guðfræðistofnunar
13/1998, bls. 13–22.
43 Elisabeth Schüssler Fiorneza, Bread Not Stone. The Challenge of Feminist Biblical Int-
erpretation, Boston: Beacon press, 1984, bls. 10–11.
44 Sama heimild, bls. 13–15.
45 Sama heimild, bls. xiii.
46 Elisabeth Schüssler Fiorenza, In Memory of Her. A Feminist Theological Reconstruction
of Christian Origins, new York, Crossroad, 1987 (kom fyrst út 1983), bls. 138.