Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 133
ARnFRÍðUR GUðMUnDSDóTTIR
132
hennar, Amnon (samfeðra), sem enduðu með því að hann „neytti aflsmunar
og nauðgaði henni“ (2Sam 13.14). Þrátt fyrir að faðir þeirra og Absolon
bróðir hennar reiddust báðir þegar þeir fréttu þetta lögðu þeir að Tamar
að þegja yfir því óréttlæti sem hún hafði orðið fyrir. Hér er ástæða til að
vekja athygli á að í sögunni af Tamar má finna fjöldamörg stef sem minna á
sögurnar sem komu nýlega fram í #metoo-byltingunni, m.a. mótmæli þol-
anda, geranda sem neitar að hlusta, þöggunartilburði þeirra sem frétta af of-
beldinu og að lokum tilhneigingu til að afsaka ofbeldismanninn. Það er ljóst
að Trible hefur haft rétt fyrir sér a.m.k. varðandi söguna af Tamar og líkindi
hennar við reynslu kvenna af ofbeldi á okkar tímum.47
Að byggja upp
Með gagnrýnina og afrakstur endurheimtarinnar í farteskinu, var komið að
uppbyggingarstarfinu. Fyrir lá að endurskoða og endurtúlka grundvallar-
kenningar kristinnar guðfræði, m.a. um Guð, samband skapara og sköpunar,
Jesú Krist, heilagan anda og kristinn mannskilning. Þessi endurskoðun og
endurtúlkun fór fram í ljósi nýrra sögulegra upplýsinga sem og fjölþættrar
reynslu kvenna í samtímanum. Forsenda þessarar vinnu var vissulega fjölgun
kvenna í æðri menntastofnunum, þar sem konur höfðu greiðari aðgang en
áður að menntun og störfum sem gáfu þeim tækifæri til að sinna fræði-
mennsku og kennslu og hafa áhrif á mótun akademískrar guðfræði.
Myndir af Guði
Endurskoðun á kristinni guðsmynd gegndi lykilhlutverki í þróun femín-
ískrar guðfræði á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þessi endurskoðun byggði
meðal annars á gagnrýni Mary Daly á fyrri hluta 8. áratugarins á karllæga
guðsmynd kristinnar trúarhefðar og niðurstöðum rannsókna femínískra
biblíufræðinga sem drógu fram í dagsljósið guðsmyndir sem endurspegl-
uðu reynslu kvenna en höfðu dvalið í skugganum af hefðbundnum karlkyns
táknmyndum af Guði sem föður, konungi, herforingja, dómara og svo fram-
47 Sjá umfjöllun um túlkun Trible af sögunni af Tamar: Arnfríður Guðmundsdóttir,
„Konurnar í Gamla testamentinu“, Ritröð Guðfræðistofnunar 2000/14, bls. 149–170,
hér 163–164; Anna Carter Florence, Rehearsing Scripture: Discovering God‘s Word in
Community, Grand Rapids, MI: Eerdman‘s publishing Company, 2018, bls. 122–
143; Arnfríður Guðmundsdóttir, „Let‘s Be Loud! God in the Context of Sexual
Violence and Abuse of power“, The Alternative Luther. Lutheran Theology from the
Subaltern, ritsj. Else Marie Wiberg pedersen, new York: Lexington Books/Fortress
Academic, 2019, bls. 215–233, hér 221–224.