Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 135
ARnFRÍðUR GUðMUnDSDóTTIR
134
En kvenmyndirnar er líka að finna í nýja testamentinu. Í Lúkasarguðspjalli
er til dæmis röð dæmisagna sem Jesús notar til að gefa áheyrendum sínum
innsýn inn í leyndardóma guðsríkisins. Þar eru meðal annars tvær sögur,
hver á eftir annarri, sem lýsa því hversu mikið Guð leggur á sig til að bjarga
hinum týndu. Sú fyrri er mun þekktari en hún segir frá hirðinum sem á
hundrað sauði en týnir einum þeirra og fer út að leita og hættir ekki fyrr en
hann hefur fundið hann. Þegar heim er komið
[…] kallar hann saman vini sína og nágranna og segir við þá: Sam-
gleðjist mér því að ég hef fundið sauðinn minn sem týndur var. Ég
segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum synd-
ara, sem tekur sinnaskiptum, en yfir níutíu og níu réttlátum sem
þurfa þess ekki við (Lúk 15.6–7).
Boðskapur seinni sögunnar er sá sami, en á meðan sú fyrri notar líkingu úr
reynsluheimi karla er sú síðari af konu sem eins og hirðirinn týnir því sem er
henni kært. Í tilviki konunnar er það drakma sem er týnd en það var mynt og
jafngilti daglaunum verkamanns á tímum nýja testamentisins. Í stað þess að
fara út og leita tekur konan til við að sópa og hættir ekki fyrr en hún finnur
það sem hún týndi og gleðst yfir fundi sínum með vinkonum sínum. Dæmi-
sagan er svona:
Eða kona sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá
ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega uns hún finnur hana?
Og er hún hefur fundið hana kallar hún saman vinkonur sínar og
grannkonur og segir: Samgleðjist mér því að ég hef fundið drök-
muna sem ég týndi. Þannig segi ég yður að englar Guðs munu
gleðjast yfir einum syndara sem bætir ráð sitt“ (Lúk 15.8–10).
Femínískir guðfræðingar lögðu frá upphafi mikla áherslu á að líkingamálið
væri það eina sem við höfum tiltækt þegar við tölum um Guð og guðlegan
veruleika.49 Það væri í eðli hins trúarlega tungumáls að nota líkingar, eins
og dæmisögur guðspjallanna beri vitni um. Þess vegna væri mikilvægt að
nota margar og margvíslegar myndlíkingar sem væru ekki takmarkaðar við
49 Það gerði Rosemary Radford Ruether sömuleiðis, en hún var fyrst til að móta heild-
stæða femíníska samstæðilega guðfræði (e. Feminist Systematic Theology) sem hún
setti fram í bók sinni Sexism and God-Talk. Toward a Feminist Theology, Boston: Bea-
con press, 1983.