Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 139
ARnFRÍðUR GUðMUnDSDóTTIR
138
og nýja testamentinu, í fyrra tilvikinu í hinum svokölluðu spekiritum63 og
því síðara til að túlka hlutverk Jesú Krists sem holdgervingu speki Guðs.64
Þá er spekin gjarnan kvengerð og kvenkyns hugtök (h. hokmah, gr. sophia, l.
sapientia) notuð um hana.65 persónur þrenningarinnar nefnir Johnson visku
andans (e. Sprit Sophia), visku Jesú (e. Jesus Sophia) og visku móðurinnar (e.
Mother Sophia). Johnson raðar andanum fyrst til þess að vega upp á móti því
hversu oft heilagur andi hefur fallið í skuggann fyrir föður og syni, sem hún
kallar visku móðurinnar og visku Jesú. Það er mat Johnson að andinn hafi að
þessu leyti verið í sama hlutverki og konan í samfélagi þar sem konan hefur
þurft að víkja fyrir karlinum. Þar að auki bendir hún á að hlutverk andans
hafi að mörgu leyti verið hefðbundin kvenhlutverk, eins og að fæða og næra
líf, en líka endurnýja og endurskapa það sem brotnar og þarfnast aðhlynn-
ingar.66
Áfram veginn
Það er ljóst að femínísk gagnrýni hefur haft mikil áhrif á guðfræðiumræðuna
frá því að hún kom fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Til að byrja með
voru áhrifin takmörkuð við Vesturlönd, en breiddust fljótlega út til ann-
arra heimshluta. Þó að femínísk gagnrýni hafi víða mætt mikilli fyrirstöðu
fyrstu áratugina og væri af mörgum guðfræðingum talin varasöm og jafnvel
hættuleg sökum þess hversu róttæk hún var, þá er engum blöðum um það að
fletta að hún er komin til að vera. Því fer fjarri að fyrirvarinn og andstaðan
séu úr sögunni, en það verður sífellt erfiðara að hunsa femínísku gagnrýnina,
því hún hefur unnið sér sess og kallar á eftir viðbrögðum hvort sem fólk er
sammála henni eða ekki.
Femínísk gagnrýni bjó ekki til nýja guðfræði heldur kom með nýtt sjón-
arhorn á hefðbundna guðfræðiumræðu sem hafði tekið það sem sjálfsögðum
hlut að reynsluheimur kvenna væri einfaldlega ekki inni í myndinni. Áfram
unnu femínísku guðfræðingarnir með hina kristnu trúarhefð, Ritninguna og
aldagamla túlkunarsögu hennar. Gagnrýnin beindist að fingraförum feðra-
veldisins og því hvernig hefðinni hafði verið beitt gegn konum, þær gerðar
63 Spekiritin eru Jobsbók, Orðskviðir Salomons, prédikarinn og Ljóðaljóðin. Johnson
bendir á að í spekiritunum sé spekin í hinum ýmsu kvenhlutverkum, eins og systir,
móðir og ástmey (sama heimild, bls. 87).
64 Sama heimild, bls. 95.
65 Sama heimild, bls. 87.
66 Sama heimild, bls. 130–131.