Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 142
Unnur Birna Karlsdóttir
Grænn femínismi
Vistfemínískir þræðir í íslenskri umhverfispólitík
Inngangur
Femínismi í hinum ýmsu birtingarmyndum setti mark sitt á hugmyndaheim
og samfélög á síðustu öld og það sem af er þessari, þar með talið á orð-
ræðu um umhverfismál. Einn sproti þeirrar sögu er til umfjöllunar hér og
snýr að Íslandi. Nánar tiltekið fjallar þessi grein um hugmyndafræði þar
sem barátta fyrir kvenfrelsi og náttúru- og umhverfisvernd fléttast saman,
eða vistfemínisma eins og enska hugtakið „ecofeminism“ hefur verið þýtt á
íslensku.1 Heitin „umhverfisfemínismi“2 og „kvenlæg vistfræði“3 hafa einnig
verið notuð. Í þessari grein er spurt með hvaða hætti áhrifa þessarar hug-
myndafræði hefur gætt í umræðu um umhverfismál á Íslandi. Til afmörkunar
beinist sjónarhornið að vistfemínisma í pólitískri umræðu um umhverfismál.
Í því felst annars vegar að spyrja hvar rætur þeirrar sögu liggja og hins vegar
hvort vistfemínískt sjónarhorn sé sýnilegt í nýlegri pólitískri stefnumörkun
í umhverfismálum.
Vistfemínismi er Íslendingum ekki ókunnur, að minnsta kosti ekki þeim
sem hafa áhuga á jafnréttisbaráttu og umhverfismálum, enda hafa ýmis skrif
birst um efnið. Umfjöllun um megininntak og áherslur þessarar hugmynda-
stefnu hefur verið viðfangsefni nokkurra rannsóknaritgerða og greinaskrifa
á íslensku. Til dæmis má benda á að í grein frá 2005 spyr Hrafnhildur Ragn-
1 Sjá til dæmis „Vistfemínismi“, Knúz – femínískt vefrit, 16. nóvember 2012, sótt 21.
apríl 2022 af https://knuz.wordpress.com/2012/11/16/vistfeminismi/.
2 Sjá til dæmis „Umhverfisfemínismi“, Kvenréttindafélag Íslands, 8. apríl 2010, sótt 22.
apríl 2022 af https://kvenrettindafelag.is/umhverfisfeminismi/.
3 Sigrún Helgadóttir, „Kvenlæg vistfræði“, Vera 10: 2/1991, bls. 8–9.
Ritið
2. tbl. 22. árg. 2022 (141-164)
Ritrýnd grein
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.22.2.5
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).