Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 143
UNNUR BIRNa KaRlSDóTTIR
142
arsdóttir þeirrar vistfemínísku spurningar hvort vistkreppa samtímans sé
afleiðing karlaveldis og kapítalisma.4 Í Ba ritgerð í stjórnmálafræði, „Jarð-
vegur – undirstaða mannlífs“, við Háskóla Íslands (2010), fjallar Þorbjörg
Sandra Bakke um vistfemínisma.5 Einnig má nefna meistararitgerð í mann-
fræði við Háskóla Íslands (2013) eftir Ingibjörgu aradóttur, „Spor kvenna
og karla. loftslagsbreytingar og návígið við náttúruna“.6 Og í 19. júní 2013,
blaði Kvenréttindafélagsins, er að finna grein eftir Guðrúnu Elsu Braga-
dóttur um vistfemínisma, rányrkju og feðraveldi.7 Þessi skrif eiga það sam-
merkt að hafa kynnt sjónarhorn vistfemínisma hér á landi og þannig opnað
Íslendingum glugga að þessari hugmyndafræði. Í framhaldi má nefna að
utan akademíunnar hafa nokkrar konur nýtt sér vefinn í femínískum greina-
og pistlaskrifum um brennheit samtímamálefni svo vísað sé í skrif á vefnum
Vía, sem hýsir „Femínískar greinar um hamfarahlýnun, loftslagsbreytingar
og umhverfismál – áhrif á ólík samfélög og samfélagshópa, hugvekjur, ráð og
greiningar“.8 akademískar rannsóknir hafa verið einkennandi fyrir sögu vist-
femínisma en hann hefur haslað sér völl bæði á sviði „aktívisma“ og akadem-
íu. Innan íslenskrar akademíu má nefna rannsóknir og skrif vísindakvenna
á Hugvísindasviði Háskóla Íslands um tengsl femínisma og umhverfismála.
Sólveig anna Bóasdóttir og arnfríður Guðmundsdóttir, prófessorar við
Guðræði- og trúarbragðafræðideild, hafa í þeim anda beint sumum rann-
sóknum sínum að loftslagsbreytingum.9 Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor
4 Hrafnhildur Ragnarsdóttir, „Er vistfræðikreppa nútímans afleiðing feðraveldis og
kapítalisma?“, Hugsandi. Vefrit um fræði og menningu í víðum skilningi 22. nóvember
2005, sótt 23. apríl 2022 af http://wayback.vefsafn.is/wayback/20080725040649/
http://hugsandi.is/articles/er-vistfraedikreppa-nutimans-afleiding-fedraveldis-og-
kapitalisma/.
5 Þorbjörg Sandra Bakke, „Jarðvegur – undirstaða mannlífs“, Ba.-ritgerð í stjórn-
málafræði, Háskóli Íslands, Skemman.is, 2010, bls. 11–14, sótt 8. maí 2022 af http://
hdl.handle.net/1946/4767.
6 Ingibjörg aradóttir, „Spor kvenna og karla. loftslagsbreytingar og návígið við nátt-
úruna“, Ma.-ritgerð í mannfræði, Háskóli Íslands, 2013, Skemman, sótt 11. maí
2022 af http://hdl.handle.net/1946/14960.
7 Guðrún Elsa Bragadóttir, „Vistfeminismi. Rányrkja, feðraveldi og yfirgangur mann-
anna“, 19. júní 62: 2013, bls. 18–22, sótt 26. apríl 2022 af https://view.publitas.com/
kvenrettindafelag/19-juni-2013/page/18-19.
8 Sjá til dæmis „Femínískar greinar um hamfarahlýnun, loftslagsbreytingar og um-
hverfismál – áhrif á ólík samfélög og samfélagshópa, hugvekjur, ráð og greiningar“,
Vía.is, sótt 27. maí 2022 af https://via.is/category/umhverfismal/.
9 Sólveig anna Bóasdóttir, Guð og gróðurhúsaáhrif. Kristin siðfræði á tímum loftslags-
breytinga, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2017; arnfríður Guðmundsdóttir, „Melting
Glaciers, Climate-Justice, and the Desperate Need for a New Reformation“, 2019