Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 144
GRæNN FEMÍNISMI
143
í heimspeki við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði, hefur einn-
ig beint sjónum sínum að femínisma sem og náttúru- og umhverfisvernd í
mörgum sinna rannsókna.10 Innan almennrar bókmenntafræði og íslensku
við sama háskóla hafa komið út ýmis skrif þar sem femínísku sjónarhorni
og vistrýni er beitt, til að mynda í lokaritgerðum eftir Helgu Birgisdóttur
og Kristínu ósk Unnsteinsdóttur um Söguna af bláa hnettinum eftir andra
Snæ Magnason (2019),11 í grein auðar aðalsteinsdóttur í Ritinu (2020) um
bækur Gyrðis Elíassonar12 og í nýrri grein Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur í
fyrsta hefti Ritsins 2022.13 auður aðalsteinsdóttir á einnig grein í fjölþjóð-
legu greinasafni þar sem vistfemínismi og bókmenntarýni fléttast saman,
sem ráðgert er að komi út haustið 2022.14 Segja má að áður útgefið efni og
væntanlegt á þessu sviði glæði vonir um áframhaldandi og fjölbreytta flóru
íslenskra fræðiskrifa, jafnt sem erlendra, þar sem vistfemínismi kemur við
sögu. Áður en lengra er haldið er rétt að gefa stutt yfirlit yfir helstu atriði í
hugmyndafræði vistfemínisma.
luther lecture: Pacific lutheran Theological Seminary, Berkeley Journal of Reli-
gion and Theology 6: 1/2020, bls. 10–29; sami höfundur, „How Climate Change
is changing the lives of Women and why We need to know about it“, Dialog. A
Journal of Theology 58: 2/2019, bls. 90; sami höfundur „The Fire alarm Is Off. a
Feminist Theological Reflection on Sin, Climate Change, Energy, and the Protec-
tion of Wilderness in Iceland“, Planetary Solidarity. Global Women’s Voices on Christian
Doctrine and Climate Justice, ritstjórar Grace Ji-Sun Kim og Hilda P. Koster, Min-
neapolis: Fortress Press, 2017, bls. 135–154.
10 Sjá til dæmis Sigríður Þorgeirsdóttir, „Hvers vegna umverfissiðfræði er róttæk grein
hugvísinda“, Náttúran í ljósaskiptunum, ritstjóri Björn Þorsteinsson, Reykjavík: Há-
skólaútgáfan, 2016, bls. 55–74; ásamt Guðbjörgu H. Jóhannesdóttur, „Reclaiming
Nature by Reclaiming the Body“, Balkan Journal of Philosopy 8: 1/2016, bls. 39–48.
11 Helga Birgisdóttir, „Þegar neglt var fyrir sólina, kríurnar rötuðu ekki heim og einn
maður átti sér draum. Vistrýni og verk andra Snæs Magnasonar“, Ma-ritgerð í ís-
lenskum bókmenntum, Háskóli Íslands, 2007; Kristín ósk Unnsteinsdóttir, „„Hver
á Sólina?“ Vistrýni í Sögunni af Bláa hnettinum“, Ba-ritgerð í íslensku, Háskóli Ís-
lands, 2019, Skemman, sótt 6. júní 2022 af http://hdl.handle.net/1946/32301.
12 auður aðalsteinsdóttir, „Pósthúmanískir draumar – karlar, konur og náttúra í lista-
mannaþríleik Gyrðis Elíassonar“, Ritið 20: 2/2020, bls. 215–264, hér bls. 258–261.
13 alda Björk Valdimarsdóttir, „„Hún er húsið og tréð sem slútir yfir það“. Howards
End, móðurgyðjan og karllægt vistþrot“, Ritið 22: 1/2022, bls. 63–93.
14 Hér er vísað til greinar auðar undir yfirskriftinni „Icelandic literature and Ecofem-
inism“ í væntanlegu riti sem ber titilinn The Routledge Handbook of Ecofeminism and
Literature, ritstjóri Douglas a. Vakoch, Routledge, 2022, sótt 9. júní 2022 af https://
www.routledge.com/The-Routledge-Handbook-of-Ecofeminism-and-literature/
Vakoch/p/book/9781032050119.