Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 145
UNNUR BIRNa KaRlSDóTTIR
144
Hvað er vistfemínismi?
Eins og sjá má af heitinu ecofeminism tengir hugtakið tvennt saman, annars
vegar vistfræði (e. ecology) sem haslaði sér völl á síðasta fjórðungi 20. aldar
í umræðu um umhverfismál15 og hins vegar femínisma (e. feminism) frá og
með í kringum 1970, í þessu samhengi í seinni bylgjum femínisma sé miðað
við fyrstu bylgjuna á fyrri hluta 20. aldarinnar.16 Heitið var upphaflega sett
fram af franska rithöfundinum Françoise d’Eaubonne í bókinni Le Fémin-
isme ou la Mort (Femínismi eða dauði) sem út kom árið 1974 en þar hélt hún
því fram að margt sé hliðstætt með kvennakúgun feðraveldisins og drottnun
þess yfir náttúrunni og valdi hvort tveggja umhverfisspjöllum. Hugtakið
hefur síðan verið notað sem regnhlífarheiti yfir þær greinar femínisma sem
byggja á þeirri grundvallarhugmynd að tengsl kvenna og náttúru sé lykilat-
riði í allri umfjöllun um umhverfismál.17 Vistfemínismi fyrirfinnst bæði sem
hreyfing aðgerðasinna og akademísk hreyfing með alþjóðlega útbreiðslu.
15 Skilaboð vistfræðinnar og sú visthverfa umhverfisverndarhyggja sem af því óx
gegndi stóru hlutverki í allri umræðu um umhverfismál á síðari hluta 20. aldar. Sam-
band alls í náttúrunni varð í brennidepli, nánar tiltekið vistkerfi hennar. Áminningar
um hættuna sem fælist í eyðileggingu vistkerfisins af mannavöldum urðu áberandi
þáttur í umræðu um náttúru- og umhverfisvernd frá og með síðari hluta 20. aldar.
Sjá til dæmis J. R. McNeill, Something New under the Sun. An Environmental History
of the Twentieth-Century World, New York: W. W. Norton & Company, Inc, 2000,
bls. 336−340; Sverker Sörlin, Naturkontraktet. Om naturumgängets idéhistoria, Stokk-
hólmur: Carlsson, 1994, bls. 123–149; Segja má að visthverf nálgun á umhverfismál
hafi einkennt nær alla umræðu um umhverfismál nú á 21. öldinni, sbr. umræða um
loftslagsbreytingar af mannavöldum. Sjá til dæmis brautryðjandi rit á þeim vettvangi
sem benda á málið sem alþjóðlegt vistkerfislegt vandamál í kynningu til ráðamanna
og almennings: al Gore, An Inconvient Truth. The Planetary Emergency of Global
Warming and what We can do about it, New York: Rodale, 2006; sami höfundur, Earth
in the Balance. Ecology and the Human Spirit, New York: Rodale, 2006; Á íslenskum
vettvangi brautryðjandi skrifa á sviði hugvísinda um loftslagsmál eru þekkt ótal skrif
Guðna Elíssonar, prófessors í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, sjá til dæmis
Guðni Elísson, „Efahyggja og afneitun. Ábyrg loftslagsumræða í fjölmiðlafári sam-
tímans“, Ritið 8: 2/2008, bls. 77–114, og sami höfundur, „Dómsdagsklukkan tifar.
Upplýsing og afneitun í umræðu um loftslagsbreytingar“, Ritið 11: 1/2011, bls. 91–
136; Einnig má benda, í flokki íslenskra vísindaskrifa um loftslagsmál, á rit Halldórs
Björnssonar haf- og veðurfræðings á Veðurstofu Íslands: Gróðurhúsaáhrif og loftslags-
breytingar, ritstjóri Trausti Jónsson, Umhverfisrit Bókmenntafélagsins, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 2008.
16 Um sögu og þróun femínisma sjá til dæmis Feminisms. A Reader, ritstjóri Maggie
Humm, london: Harvester Wheatsheaf, 1992.
17 „Françoise d´Eaubonne’s le Féminisme ou la Mort“, Environment and Society Por-
tal, sótt 15. júní 2022 af https://www.environmentandsociety.org/tools/keywords/
francoise-deaubonnes-le-feminisme-ou-la-mort.