Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 152
GRæNN FEMÍNISMI
151
eftir búsetu, stétt og menntun, efnahag, samfélagsgerð, trúarbrögðum, upp-
runa, kynþætti, kynhneigð, þjóðerni og félags- og efnahagslegri stöðu sam-
félaga, staðsetningu á jarðarkringlunni og gerð og eðli þeirrar náttúru sem
þær tengjast og lifa í eða af.32 Þau viðhorf og aðferðir eru líka til innan vist-
femínisma að leggja þurfi ríka áherslu á gyðjutrú eða aðrar trúarlegar og
goðsögulegar hugmyndir til að öðlast skilning á málum sem tengjast konum
og náttúrunni.33 Í gegnum tíðina hafa straumar og stefnur innan vistfemín-
isma því ekki falið í sér einhliða sýn hvorki varðandi nálgun, aðferðafræði né
baráttuaðferðir. Þá eru nýir vinklar enn að líta dagsins ljós, dafna og hasla sér
völl, bæði á sviði akademískra rannsókna og pólitískra aðgerða.34
Rætur vistfemínisma í umræðu um umhverfismál á Íslandi
Þegar grafist er fyrir um rætur vistfemínisma hér á landi er þær að finna
í kvennahreyfingum á níunda áratug síðustu aldar og svipaða sögu er að
segja af hliðstæðum hreyfingum erlendis. Kvennaframboðskonur og síðan
Kvennalistakonur riðu á vaðið í þessu eins og svo mörgu öðru í femínískri
orðræðu og aðgerðum. Í bók sinni um Kvennaframboðið í Reykjavík og
Kvennalistann á árunum 1982–1987 segir Kristín Jónsdóttir sagnfræðingur
að þessi pólitísku samtök hafi sett umhverfismál á oddinn strax í upphafi,
bæði í málum Reykjavíkurborgar og í landsmálunum á alþingi.35
32 Sjá til dæmis Noël Sturgeon, „Ecofeminist Movements“, Ecology. Key Concepts in
Critical Theory“, ritstjóri Carolyn Merchant, 12/2011, 2. útgáfa, bls. 237–249, sótt
21. júní 2022 af https://social-ecology.org/wp/wp-content/uploads/2011/12/Stur-
geon-Ecofeminist-Movements.pdf; sami höfundur, Ecofeminist Natures. Race, Gen-
der, Feminist Theory and Political Action, New York: Routledge, 1997.
33 Sjá til dæmis Mary C. Grey, Sacred Longings. Ecofeminist Theology and Globalisation,
london: SCM, 2003; Sjá einnig til dæmis greinasöfnin Women Healing Earth. Third
World Women on Ecology, Feminism, and Religion, ritstjóri Rosemary Radford Ruet-
her, New York: Orbis Books, 1996, og Ecofeminism and the Sacred, ritstjóri Carol J.
adams, New York: Continuum, 1993.
34 Sjá til dæmis Karen J. Warren, „Feminist Environmental Philosophy“.
35 Sjá um hugmyndafræði og brautryðjandi starf Kvennaframboðsins í Reykjavík og
síðan Kvennalistans: Kristín Jónsdóttir, „Hlustaðu á þína innri rödd“. Kvennafram-
boðið í Reykjavík og kvennalisti 1982–1987, ritstjórar Erla Hulda Halldórsdóttir og
Ragnheiður Kristjánsdóttir, Reykjavík: Sögufélag, 2007, til dæmis bls. 210 þar sem
stendur: „Þær komu málum á dagskrá alþingis sem legið höfðu í þagnargildi. Má
þar nefna kynferðislegt ofbeldi gegn konum og börnum og meðferð kerfisins á
fórnarlömbum nauðgana […] Framboðskonur áttu þátt í að koma umhverfismálum
á dagskrá og fluttu tillögur um þau í borgarstjórn og á alþingi […] Hann [Kvenna-
listinn] var á móti stóriðju vegna umhverfissjónarmiða, hún væri mengandi og nátt-
úruspillandi, henni fylgdi byggðarleg og félagsleg röskun og væri gamaldags og úr-