Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 153
UNNUR BIRNa KaRlSDóTTIR
152
Þessa gætir víða í gögnum þessara kvennapólitísku hreyfinga. Í „laugar-
dagskaffi“ Kvennalistans í Kvennahúsinu þann 27. apríl 1985 var yfirskrift
umræðu dagsins: „Umhverfismál“ og í dagskrárkynningu sagði: „Hvers
vegna skipta umhverfismálin konur svo miklu? Hverju viljum við breyta?“36
Stutta svarið við þessu var að í öllum málum skyldi hafa að leiðarljósi að
skoða hvort og hvernig ákvarðanir á sviði umhverfismála sneru að hags-
munum og lífi kvenna, ekki síður en karla, enda löng og sterk hefð fyrir að
huga aðeins að hlið karla þegar málum var ráðið. Þessu væri kominn tími til
að breyta. Í stuttu máli sagt ber umhverfismál og jafnréttismál oft á góma
þegar saga þessara framboða er skoðuð, og sneri bæði að náttúru- og um-
hverfisvernd í nærsamfélagi, á landsvísu en einnig á alþjóðavísu. Áherslan lá
á margt sem lætur kunnuglega í eyrun nú á dögum; meðal annars á aðgerðir
til að sporna gegn mengun, stuðla að endurvinnslu og flokkun sorps, á nátt-
úruvernd, stofnun þjóðgarða, friðlýstra svæða og fólkvanga og eflingu úti-
vistarsvæða innan þéttbýlis og við þéttbýlismörk. Einnig bar hátt kall eftir
aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem eins helsta um-
hverfisvanda samtímans. Kvennalistinn talaði fyrir mikilvægi þess að skipu-
lagsmál og umhverfismál færu saman í þróun byggðar og samfélags.37 Um-
hverfismál undir merkjum sjálfbærrar þróunar setti mark á níunda áratuginn
í kjölfar Brundtlandskýrslunnar frá árinu 1987 og Kvennalistinn tók sjálf-
bærnihugtakið í þeim anda inn í sína umhverfismálastefnu.38
eltur atvinnukostur. Kvennaframboðs- og Kvennalistakonur voru friðarsinnar og
áttu samstarf og samskipti við erlendar friðarhreyfingar kvenna. Þær vildu leggja
niður hernaðarbandalög og auka friðargæslu. Kvennalisti studdi mannréttindabar-
áttu samkynhneigðra og var fyrsta stjórnmálahreyfingin til að boða til framboðs-
fundar með þeim og fyrsta pólitíska aflið sem var með sérstakan kafla í stefnuskrá um
réttindi þeirra.“ Um sögu Kvennalistans sjá einnig vefsíðuna Kvennalistinn.is. Konur
sem tóku þátt í starfi áðurnefndra kvennahreyfinga eru enn að störfum á ýmsum
vettvangi í þágu kvenfrelsis, jafnréttis og jöfnuðar á Íslandi og erlendis, og hópur
þeirra stofnaði í því skyni árið 2017 samtökin IceFemin. Icelandic Feminist Initiative,
sjá vefsíðuna https://icefemin.is/index.php/is/heim/.
36 „Komdu í kaffi“, Vera 4: 2/1985, bls. 37.
37 Sjá til dæmis Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir, „Reykja-
vík hvað ætlar þú að verða?“ Vera 3: 1/1984, bls. 10–14, 24; „Bakhópar Kvenna-
framboðsins …“, Vera 2: 1/1983, bls. 26; RV [Ragnhildur Vigfúsdóttir], „Kvenvin-
samlegt umhverfi. Hvað er nú það?“, Vera 10: 2/1991, bls. 12–13; „Þingmál“, Vera
12: 3/1993, bls. 29–30; Kvennalistinn. Stefnuskrá, Reykjavík: Kvennalistinn, 1983;
Frá konu til konu. Kvennalistinn. Saga – stefna – skipulag, Reykjavík: Kvennalistinn,
1984; Kvennalistinn. Stefnuskrá 1987, Reykjavík: Kvennalistinn, 1987; Kvennalistinn.
Stefnuskrá í landsmálum 1991, Reykjavík: Kvennalistinn, 1991.
38 Sjá til dæmis Guðný Guðbjörnsdóttir, „Samstaðan og margbreytileikinn. Kvenna-