Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 157
UNNUR BIRNa KaRlSDóTTIR
156
Kvenlæg vistfræði tekur málstað náttúrunnar jafnt sem þess fólks
sem minna má sín í þjóðfélaginu og hafnar allri valdníðslu og of-
beldi.
lífverur Jarðar mynda samhangandi vef en raðast ekki í upp-
typping [píramíta] … Í náttúrunni er hvað öðru háð, ekkert öðru
æðra og samhjálp miklu algengari en samkeppni. Upptyppt sam-
félög [pýramítasamfélög] fólks eru því óeðlileg svo og sú hugsun
að einn sé öðrum æðri hvort sem um er að ræða tengsl fólks, fólks
og annarra lífvera, eða lífvera innbyrðis. Kvenlæg vistfræði leggur
áherslu á valddreifingu og samhjálp.48
Sigrún skrifar aftur og ítarlegar um þetta efni árið 1994 í þverfræðilega
greinasafninu Náttúrusýn.49 Þar skrifar hún meðal annars að í sjálfu sér mætti
segja að kvenlæg vistfræði væri flétta þriggja pólitískra hreyfinga sem hafi
verið áberandi í vestrænum heimi síðustu áratugina og kenndu sig við frið,
kvenfrelsi og umhverfisvernd. Hins vegar mætti líka halda því fram að hér
væri aðeins um að ræða nýtt nafn á ævafornri þekkingu. Hún útskýrir þetta
með því að hún vísi þar til sameiginlegrar reynslu kvenna af tengslum við
náttúruna í aldanna rás, allt til árdaga mannkyns.50 „Kvenlægir vistfræðingar
hafa ákveðnar hugmyndir um hvaða pólitískar eða menningarlegar breyt-
ingar það eru sem skipta máli“, skrifar hún einnig og bætir við í framhaldinu
að kvenlægir vistfræðingar hafi ákveðnar hugmyndir um hvaða pólitískar
eða menningarlegar breytingar skiptu máli, eða eins og hún orðar það:
Menn verða að láta af hinum mannmiðja hugsunarhætti sínum en
átta sig á og virða þau sannindi að allt er hvað öðru háð og maður-
inn er hluti náttúrunnar. Hann verður að læra að stjórna sjálfum
sér og taka aðeins það sem hann þarf til að fullnægja nauðsynlegum
þörfum. Það verður að rækta, jafnvel græða á ný, ævaforn tengsl
við náttúruna. Ríkjandi verðmætamat byggist á afneitun, firringu,
ótta, afskiptaleysi og græðgi.51
Slíkar hugmyndir úr ranni kvennabaráttu níunda áratugar 20. aldar náðu að
lifa áfram, eða að minnsta kosti einhver fræ af þeim, eins og nú víkur sögu að.
48 Sigrún Helgadóttir, „Kvenlæg vistfræði“, bls. 9.
49 Sigrún Helgadóttir, „Konur í berjamó, bls. 155–165.
50 Sama heimild, bls. 159–161.
51 Sama heimild, bls. 164.